fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Pressan
Föstudaginn 1. desember 2023 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugmenn, flugþjónar og flugfreyjur ferðast mikið og gista oft á hótelum. Það hlýtur því að vera mark takandi á því sem þau segja um eitt og annað tengt ferðalögum, þar á meðal gistingu á hótelum.

Ester Sturrus, sem starfar sem flugfreyja hjá KLM, er iðin við að birta myndbönd á TikTok þar sem hún segir frá ferðum sínum.

Í nýlegu myndbandi segir hún að það sé snjallt að henda alltaf vatnsflösku undir rúmið þegar komið er inn í hótelherbergi.

Ástæðan er að þannig er hægt að ganga úr skugga um að enginn sé í felum undir rúminu án þess að þurfa að leggjast á gólfið eða beygja sig.

Það er auðvitað ólíklegt að ferðamenn verði fórnarlamb þjófa eða misindismanna inni á hótelherbergi en þó er ekki hægt að útiloka neitt. Sérstaklega í herbergjum, sem eru ekki svo hátt uppi, í sumum löndum.

Hún ráðleggur fólki að láta flöskuna rúlla undir rúmið þannig að hún komi undan því hinum megin. Ef flaskan rúlli ekki undan því hinum megin, þá sé full ástæða til að hafa varann á sér. En mundu að ef flaskan kemur ekki undan rúminu þá er ekki þar með sagt að einhver sé í felum undir því. Það getur alveg verið að rúmföt séu geymd undir því eða þá að þú hafir ekki kastað eða rúllað flöskunni af nægilega miklu afli til að hún kæmist alla leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa