fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Konur áreittar þegar þær reyna að selja föt á Facebook – „Þá nær hún að totta mig vel“

Pressan
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 04:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið auðvelt og ódýrt að kaupa og selja föt á Internetinu og markaðstorg Facebook er kjörinn vettvangur til að stunda slík viðskiptin. En margar konur lenda í óþægilegri reynslu þegar þær auglýsa föt og annað til sölu á markaðstorginu.

TV2 kannaði málið og setti sig í samband við 201 konu sem höfðu notað markaðstorg Facebook. Af þeim sögðust 129 hafa fengið óviðeigandi skilaboð eftir að þær birtu auglýsingu á markaðstorginu.

„Ég borga þér 2.000. Síðasta boð er 4.000 fyrir að fá að sleikja súrar tærnar þínar hreinar. Við getum haft það huggulegt saman. Ég elska að sleikja píku,“ sagði í einum skilaboðunum sem ein konan fékk.

„Hæ, ég er 27 ára undirgefin maður sem borga fyrir notaða sokka drottnandi kvenna. Ég vildi spyrja hvort ég geti keypt notaða sokka af þér? Borga 200 fyrir parið,“ voru skilaboð sem önnur fékk.

En fyrir sumar var þetta ekki takmarkað við áreiti og myndsendingar. Sumar hafa fengið símhringingar og óttast að mennirnir myndu leita þær uppi. Ein kvennanna sagðist hafa auglýst peysu til sölu og ekki hafi liðið margar klukkustundir þar til hún fékk fyrstu skilaboðin. „Þau snerust ekki um fatnað. Þeir, sem skrifuðu, vildu eitthvað allt annað,“ sagði hún.

Einn mannanna gekk mjög skipulega til verks og skrifaði að hann vildi kaupa peysuna fyrir kærustuna sína. Honum virtist vera alvara að mati konunnar sem lét honum því símanúmerið sitt í té svo hann gæti millifært peninga yfir á reikninginn hennar. En daginn eftir fékk hún mjög óviðeigandi skilaboð frá manninum eftir að þau höfðu samið um að kærastan hans gæti sótt peysuna: „Fullkomið! Þá nær hún að totta mig vel áður en hún sækir hana hjá þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár
Pressan
Í gær

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni