fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Samar hafa áhyggjur af hreindýrunum

Pressan
Laugardaginn 18. nóvember 2023 20:30

Hreindýrakálfur Mynd/Phys.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu fimm árum hefur orðið mikil aukning á fjölda hreindýra sem drepast í umferðinni í Svíþjóð. Nú segja Samar á svæðinu að nóg sé komið og grípa verði til aðgerða til að fækka þessum slysum.

Á síðustu fimm árum hefur verið ekið á 10.000 hreindýr og eru vegirnir í norðurhluta Svíþjóðar stundum nefndir kirkjugarður hreindýra fyrir vikið.

Sænska ríkissjónvarpið segir að nú krefjist Samar þess að gripið verði til einfaldrar aðgerðar sem getur dregið úr slysatíðninni.

Dan Persson, hreindýrahirði, sagði að þetta sé sannkölluð martröð og þar sem vetur sé nú að ganga í garð verði byrjað að salta vegina og það dragi hreindýrin að þeim.

Áður hefur verið reynt að draga úr slysatíðninni með því að lækka hámarkshraðann og með að setja upp aðvörunarskilti. Þetta hefur virkað að vissu marki en ástandið er enn slæmt.

Þing Sama telur að hægt sé að vernda bæði fólk og dýr betur með því að lækka hámarkshraðann enn frekar og girða meira meðfram vegunum. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir 200.000 til 300.000 hreindýr hlaupi út á vegina. Einnig vilja Samarnir gjarnan að hætt verði að salta vegina en yfirvöld eru ekki hrifin af þeirri hugmynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Í gær

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði