fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Pressan

Morðingi tekinn af lífi – Lokkaði fimm ára stúlku út úr Walmart og drap hana

Pressan
Föstudaginn 17. nóvember 2023 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Rentaria, 53 ára morðingi, var tekinn af lífi á dauðadeild í Texas í gærkvöldi. David var dæmdur til dauða árið 2003 fyrir að myrða fimm ára stúlku, Alexöndru Flores, rétt fyrir jólin 2001.

David lokkaði Alexöndru út úr verslun Walmart í El Paso en þar var hún með foreldrum sínum sem voru í jólainnkaupum. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýndu þegar David leiddi hana út úr versluninni. Lík hennar fannst daginn eftir.

Alexandra var nakin þegar hún fannst og búið var að brenna lík hennar að hluta. Krufning leiddi í ljós að banamein hennar var kyrking. Engin sönnunargögn um kynferðislega misnotkun fundust þó að David hafi verið dæmdur kynferðisbrotamaður.

Aðstandendur Alexöndru voru viðstaddir aftökuna og sögðust þeir finna fyrir létti þegar David var úrskurðaður látinn.

Áður en banvænni lyfjablöndu var dælt í líkama Davids bað hann aðstandendur Alexöndru afsökunar á gjörðum sínum. Hann var úrskurðaður látinn 11 mínútum eftir að lyfinu var dælt í hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“