Það var það sem gerðist í fjölskyldudeilu á Nýja-Sjálandi að því er maður að nafni Callum sagði í útvarpsþætti á ZM Radio. Í þættinum var fjallað um hvort fólk hefði einhvern tímann verið talið látið.
„Já, ég hef svo sannarlega verið talinn látinn. Systur mínar áttu í deilum við foreldra mína á þessum tíma og þeim samdi ekki. Ég bjó í Wellington á þessum tíma en þau í Christchurch. Eldri systir mín hringdi í foreldra mína og sagði þeim að ég væri dáinn,“ sagði hann.
Hann sagði síðan að systur hans hefðu síðan sagt foreldrunum að foreldrar fyrrum unnustu hans vildu ekki að þau kæmu í jarðarförina. Þegar Callum var spurður af hverju foreldrar hans hefðu eiginlega bara sætt sig við fréttina um andlát hans, sagði hann að þau hefðu sett sig í samband við aðra fjölskyldumeðlimi til að kanna hvort þeir hefðu heyrt eitthvað en þar sem enginn hafði heyrt neitt þá hafi þau eiginlega bara gengið út frá að hann væri dáinn.
Þegar hann var spurður hvernig þetta hefði gengið upp í sex mánuði sagðist hann hafa verið upptekinn, bæði í einkalífinu og vinnu, en hafi síðan áttað sig á að hann hafði ekki heyrt í foreldrum sínum um hríð og því ákveðið að hringja í þau. „Ertu á lífi?“ sagði móðir hans grátklökk og faðir hans átti varla til orð að hans sögn.
En þar með er sögunni ekki lokið því Callum sagði að systir hans hefði sagt foreldrunum að hann hefði verið stunginn til bana.
Það þarf varla að taka fram að Callum og foreldrar hans tala ekki við systurnar.