fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Trúðu ekki eigin eyrum þegar „látinn“ sonur þeirra hringdi sex mánuðum eftir „andlátið“

Pressan
Fimmtudaginn 26. október 2023 04:05

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vel þekkt að fjölskyldudeilur geta orðið ansi illskeyttar en sem betur fer er nú sjaldgæft að fólk gangi svo langt að ljúga til um andlát í tengslum við slíkar deilur.

Það var það sem gerðist í fjölskyldudeilu á Nýja-Sjálandi að því er maður að nafni Callum sagði í útvarpsþætti á ZM Radio. Í þættinum var fjallað um hvort fólk hefði einhvern tímann verið talið látið.

„Já, ég hef svo sannarlega verið talinn látinn. Systur mínar áttu í deilum við foreldra mína á þessum tíma og þeim samdi ekki. Ég bjó í Wellington á þessum tíma en þau í Christchurch. Eldri systir mín hringdi í foreldra mína og sagði þeim að ég væri dáinn,“ sagði hann.

Hann sagði síðan að systur hans hefðu síðan sagt foreldrunum að foreldrar fyrrum unnustu hans vildu ekki að þau kæmu í jarðarförina. Þegar Callum var spurður af hverju foreldrar hans hefðu eiginlega bara sætt sig við fréttina um andlát hans, sagði hann að þau hefðu sett sig í samband við aðra fjölskyldumeðlimi til að kanna hvort þeir hefðu heyrt eitthvað en þar sem enginn hafði heyrt neitt þá hafi þau eiginlega bara gengið út frá að hann væri dáinn.

Þegar hann var spurður hvernig þetta hefði gengið upp í sex mánuði sagðist hann hafa verið upptekinn, bæði í einkalífinu og vinnu, en hafi síðan áttað sig á að hann hafði ekki heyrt í foreldrum sínum um hríð og því ákveðið að hringja í þau. „Ertu á lífi?“ sagði móðir hans grátklökk og faðir hans átti varla til orð að hans sögn.

En þar með er sögunni ekki lokið því Callum sagði að systir hans hefði sagt foreldrunum að hann hefði verið stunginn til bana.

Það þarf varla að taka fram að Callum og foreldrar hans tala ekki við systurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?