Keppnin gekk út á að troða eins mörgum sykurpúðum og hægt var í munn sér. Sá sem gat troðið flestum upp í sig átti að bera sigur úr býtum.
Buss tók þátt í keppninni uppi á sviði og yfirgaf það síðan og hneig niður í anddyrinu og var að sjá sem hún væri að kafna.
Viðstaddir veittu henni skyndihjálp þar til viðbragðsaðilar komu á vettvang en ekki tókst að bjarga lífi hennar og var hún úrskurðuð látin á vettvangi að sögn Sky News.
Ekki hefur verið skorið endanlega úr um hvað varð henni að bana.