Live Science segir að verkefnið heiti „Strategic Chaos Engine for Planning, Tactics, Experimentation and Resiliency (SCEPTER).
DARPA veðjar á að þróuð gervigreindarforrit geti einfaldað flókinn nútímahernað, aflað sér mikilvægra upplýsinga úr ótengdum upplýsingum og að lokum gert ákvarðantöku á vígvellinum hraðari.
Gervigreindin mun ekki taka ákvarðanir, heldur útvega upplýsingar sem gagnast við ákvarðanatöku.
Gervigreindin getur að sögn komið sér sérstaklega vel þegar um hernaðaraðgerðir á landi, sjó, geimnum eða netheimum er að ræða. DARPA vonast til að með aðstoð gervigreindar verði ákvarðantakan hraðari, betri og hernaðaráætlanir verði betri.