fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Setti dauða sinn á svið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun

Pressan
Fimmtudaginn 5. október 2023 14:00

Nicholas Rossi yfirgefur dómshús í Skotlandi í júlí síðastliðnum. Mynd: Jeff J Mitchell/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Nicholas Rossi er eftirlýstur af yfirvöldum í Utah ríki í Bandaríkjunum fyrir að hafa nauðgað konu árið 2008 og hefur einnig verið margsinnis kærður fyrir heimilisofbeldi í Rhode Island ríki.

Rossi, sem hefur jafnframt verið sakaður um að setja dauða sinn á svið, flúði frá Bandaríkjunum til Skotlands en skosk yfirvöld hafa ákveðið að framselja hann til Bandaríkjanna. Nicholas Rossi fullyrðir hins vegar að hann sé ekki hinn eftirlýsti maður og að yfirvöld séu að fara mannavillt.

Í ágúst síðastliðnum úrskurðaði dómstóll í Skotlandi að ekkert væri því til fyrirstöðu að framselja Rossi til Bandaríkjanna og ráðherrum í skosku heimastjórninni var falið vald til að ákveða hvort af framsalinu yrði. Tilskipun um að Rossi yrði framseldur var undirrituð 28. september síðastliðinn.

Í nóvember á síðasta ári kvað dómstóll upp þann dóm að Nicholas Rossi væri sannarlega Nicholas Rossi en hann fullyrðir að verið sé að rugla sér saman við þann mann. Hann segist heita Arthur Knight og vera munaðarleysingi frá Írlandi.

Rossi var handtekinn í desember 2021 á sjúkrahúsi í Glasgow þar sem hann var til meðferðar vegna Covid-19 smits. Var honum tilkynnt að hann væri handtekinn að ósk alþjóðalögreglunnar Interpol.

Trúir engu sem hann segir

Dómari vísaði öllum fullyrðingum Rossi um að hann væri ekki Rossi á bug. Rossi vildi meina að yfirvöld hefðu varpað sök á hann með því að húðflúra hann, svo að hann hefði sams konar húðflúr og Rossi, og tekið fingraför hans á meðan hann var í dái. Allt þetta hefði verið gert til að láta líta út fyrir að hann, sem væri raunverulega írski munaðarleysinginn Arthur Knight, væri Nicholas Rossi. Dómarinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Rossi væri óheiðarlegur og gjarn á að beita blekkingum. Rossi væri sömuleiðis vís til að leggja sig fram við að komast undan ábyrgð á gjörðum sínum og væri þar að auki stjórnsamur. Þessir eiginleikar hans hefðu flækt mál, sem væri í raun frekar einfalt, til muna. Sönnunargögn sem Rossi hefði lagt fram væru óáreiðanleg og hann tæki ekki mark á neinu sem Rossi segði nema það væri staðfest af óháðum aðila.

Formlegt nafn mannsins er þó ekki Nicholas Rossi heldur er það eitt af mörgum dulnefnum sem hann notar. Samkvæmt bandarískum yfirvöldum er hið skráða nafn hans Nicholas Alahverdian. Hann var eins og áður sagði kærður fyrir nauðgun í Utah 2008 en kærandinn er fyrrverandi kærasta Rossi. Hann er eftirlýstur í Rhode Island fyrir að hafa ekki skráð sig sem kynferðisbrotamaður og á yfir höfði sér ákæru í Ohio fyrir fjársvik og kynferðisbrot.

Rossi, eða réttara sagt Alahverdian, ólst upp í Rhode Island og hefur sagt að barnaverndayfirvöld í ríkinu hafi brugðist sér í æsku. Hann segist hafa verið beittur kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi í athvörfum á vegum yfirvalda. Fyrir þremur árum sagðist hann vera með krabbamein og ætti nokkrar vikur eftir ólifaðar. Tilkynning um dauða hans var birt á netinu í febrúar 2020. Um ári síðar þótti lögreglunni í Rhode Island líklegt að hann væri alls ekki látinn sem kom svo á daginn.

Það var Mirror sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn