Upp komst um málið þegar ónefndum sjúklingi var boðið að gangast undir aðgerð á einkalæknastofu. Eftir aðgerðina heimsótti hann annan lækni og þá kom í ljós að búið væri að fjarlægja úr honum nýra án hans vitneskju. Maðurinn tilkynnti málið til lögreglu sem hóf rannsókn í kjölfarið.
Talið er að hópurinn hafi framkvæmt 328 aðgerðir þar sem nýru voru fjarlægð úr fólki og líffærin svo seld á svörtum markaði, stundum fyrir allt að fimm milljónir króna. Hafði hópurinn því töluvert upp úr krafsinu. Lögregla segir að þrjú andlát í tengslum við starfsemina séu til rannsóknar.