fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Fór til læknis og komst að því að einhver hafði fjarlægt úr honum nýra

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 4. október 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla hefur handtekið hóp manna sem grunaðir eru um umfangsmikinn líffæraþjófnað. Mennirnir sem um ræðir eru búsettir í Pakistan og er læknir að nafni Fawad Mukhtar talinn vera höfuðpaurinn.

Upp komst um málið þegar ónefndum sjúklingi var boðið að gangast undir aðgerð á einkalæknastofu. Eftir aðgerðina heimsótti hann annan lækni og þá kom í ljós að búið væri að fjarlægja úr honum nýra án hans vitneskju. Maðurinn tilkynnti málið til lögreglu sem hóf rannsókn í kjölfarið.

Talið er að hópurinn hafi framkvæmt 328 aðgerðir þar sem nýru voru fjarlægð úr fólki og líffærin svo seld á svörtum markaði, stundum fyrir allt að fimm milljónir króna. Hafði hópurinn því töluvert upp úr krafsinu. Lögregla segir að þrjú andlát í tengslum við starfsemina séu til rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni