fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. október 2023 19:00

Veggjalýs eru óvelkomnar á flestum stöðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar aðeins tíu mánuðir eru þar til Ólympíuleikarnir verða settir í París er Frökkum nokkuð óvenjulegur vandi á höndum. Veggjalýs hafa fjölgað sér hratt í borginni og þykir frönskum yfirvöldum nóg um.

Veggjalús hefur fylgt manninum frá örófi alda og finnst hún út um allan heim, meira að segja á Íslandi. Hún nærist á blóði sem hún sýgur úr fórnarlömbum sínum, oftar en ekki í skjóli nætur.

France 24 greinir frá því veggjalýs hafi fundist víða í París að undanförnu, meðal annars á Charles de Gaulle-flugvelli og í neðanjarðarlestum borgarinnar. Þá hafa þær komið sér fyrir í byggingum, þar á meðal söfnum og vinnustöðum.

„Enginn er öruggur. Við þurfum að bregðast við þessu,“ sagði Emmanuel Gregoire, fyrsti aðstoðarborgarstjóri Parísar á samfélagsmiðlinum X.

Franska matvælastofnunin, ANSES, telur að rekja megi þessa fjölgun til tíðari ferðalaga fólks eftir kórónuveirufaraldurinn, en lýsnar koma sér oftar en ekki fyrir í farangri ferðalanga. Þá virðist skordýraeitur ekki virka jafn vel á þær og áður.

NPR greinir frá því að á árunum 2017 til 2022 hafi rúmlega tíu prósent franskra heimila glímt við veggjalýs á einhverjum tímapunkti.

Clement Beaune, samgönguráðherra Frakklands, segir að fulltrúar fyrirtækja í almenningssamgöngum verði kallaðir til fundar í vikunni þar sem farið verður yfir leiðir til að takmarka útbreiðslu óværunnar.

Þá hefur Gregoire kallað eftir því að forsætisráðherrann, Elisabeth Borne, setji á laggirnar starfshóp sem myndi leggja til leiðir í baráttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa