Jihad Dib, ráðherra neyðarmála, sagði að um „ótrúlegt slys“ hafi verið að ræða. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að líklega hafi hvalurinn komið upp á yfirborðið og hafi þá rekist í bátinn og hvolft honum með þeim afleiðingum að báðir mennirnir lentu í sjónum.
Annar maðurinn var meðvitundarlaus þegar hann náðist upp úr sjónum. Hann lést síðar. Ástand hins var stöðugt þegar hann var fluttur á sjúkrahús.