fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hugboð móðurinnar reyndist rétt – Þjóðverjar slegnir óhug

Pressan
Mánudaginn 2. október 2023 07:00

Marie Sophie. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudag í síðustu viku hvarf 14 ára stúlka í bænum Bad Emstal, sem er vestan við Kassel. Mikil leit var gerð að henni og tæpum sólarhring síðar fannst hún látin við timburstafla í útjaðri akurs nærri heimili hennar. Strax var ljóst að hún hafði verið myrt.

Focus og Bild Zeitung skýra frá þessu og segja að á föstudaginn hafi saksóknari í Kassel tilkynnt að tvítugur maður hafi verið handtekinn, grunaður um að hafa banað stúlkunni, sem hét Marie Sophie. Hann hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir minniháttar afbrot. Hann hafði ítrekað komið heim til stúlkunnar og gefið sig að henni.

Fyrstu yfirheyrslur yfir honum og rannsókn á högum hans og heimili styðja kenningu lögreglunnar um að hann hafi myrt Marie Sophie. Þess utan var hann með síma hennar í fórum sínum þegar hann var handtekinn.

Móðir Marie Sophie sagði í samtali við RTL að hana hafi allan tímann grunað manninn um aðild að hvarfi hennar. „Ég sagði um leið að þetta hlyti að vera hann. Hann var heltekinn af henni,“ sagði hún og sagði erfitt að sætta sig við að hann hafi meira að segja tekið þátt í leitinni að henni.

Hún sagði að Marie Sophie og maðurinn hafi hist en þau hafi ekki verið vinir.

Íbúar Bad Emstal eru að vonum í miklu áfalli vegna málsins sagði Stefan Frankfurht, bæjarstjóri.

Morðið vakti upp minningar um morðið á hinni 14 ára Ayleen frá Freiburg í sumar. Lík hennar fannst í vatni eftir margra daga leit. Þrítugur maður hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi vegna þess máls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa