fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Rannsóknir á háhyrningum sýna af hverju við höfum þörf fyrir afa og ömmur

Pressan
Sunnudaginn 1. október 2023 17:00

Mynd: NOAA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu spendýrin sem glíma við tíðahvörf eru háhyrningar og manneskjur. Ný rannsókn á hegðun háhyrninga, sem eru ömmur, getur hugsanlega veitt svar við af hverju háhyrningar glíma við tíðahvörf.

Það hefur ekki verið vitað með fullri vissu hver tilgangurinn með tíðahvörfum er en vitað er að það er ákveðinn þróunarlegur ávinningur af því að kvendýr glími við tíðahvörf með tilheyrandi hitaköstum, skapsveiflum og andvökunóttum.

NRK segir að þetta komi fram í nýju rannsókninni. Vísindamenn fylgdust með hópi háhyrninga og komust að því að elsta kvendýrið, sem er ekki lengur frjótt, gegnir lykilhlutverki við að vernda ungu dýrin.

„Þau kenna til dæmis yngri fjölskyldumeðlimum hvar þau geta fundið mat og hvernig þau eiga að veiða mismunandi bráð til að auka líkurnar á að lifa af,“ sagði Eva Jourdain, fremsti sérfræðingur Norðmanna í háhyrningum, í samtali við NRK.

Hún sagði að fyrri rannsóknir hafi bent til að möguleikar háhyrninga á að lifa af aukist 4,5 sinnum ef þeir hafa eldri háhyrninga, sem eru ekki lengur frjóir, til að hugsa um þá. Það að háhyrningarnir hafa gengið í gegnum tíðahvörf þýðir að þeir geta beint meiri orku í að hjálpa hópnum frekar en að leita sér að dýri til að makast við.

„Í háhyrningahópum leika kvendýrin lykilhlutverk og það getur hafa valdið því að þau lifa lengur og ganga í gegnum tíðahvörf,“ sagði hún og benti á að háhyrningar geta orðið allt að 90 ára. Þeir eru ófrjóir um helminginn af þessum tíma.

En það eru ekki bara háhyrningar sem hafa þörf fyrir ástríka og verndandi afa og ömmur, því hægt er að tengja hluta af rannsókninni á háhyrningunum við fólk. Við eigum ýmislegt sameiginlegt með háhyrningum. Auk þess að vera meðal fárra dýrategunda sem lifa lengi eftir að við hættum að fjölga okkur, þá eru bæði háhyrningar og fólk greind dýr sem lifa í hópum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa