fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Pressan

Líftryggingafyrirtæki sætir harðri gagnrýni – „Algjörlega viðbjóðslegt“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 08:00

Umrædd auglýsing.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska líftryggingafyrirtækið DeadHappy hefur orð á sér fyrir að fara óvenjulegar leiðir þegar kemur að því að auglýsa þjónustu sína. En nú virðist það hafa slegið öll met í að gera óviðeigandi auglýsingu og hneyksla almenning.

Það birti nýlega auglýsingu með mynd af fjöldamorðingjanum Harold Shipman, sem starfaði sem heimilislæknir áratugum saman, með textanum: „Líftrygging – Því þú veist kannski ekki hver læknirinn þinn er.“

Þetta þykir mörgum mjög ógeðfellt enda mál Shipman mörgum í fersku minni. Hann var fundinn sekur um morð á 15 manns árið 1998 en talið er að hann hafi drepið allt að 250 manns á árunum 1975 til 1988. Hann hengdi sig í fangaklefa sínum árið 2004.

Sky News segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð og margir hafi hneykslast á henni. Meðal þeirra er Kathryn Knowles, stofnandi tryggingamiðlunarinnar Cura, sem sagði á Twitter að hún myndi kæra þessa „algjörlega viðbjóðslegu“ auglýsingu til fjármálaeftirlitsins og eftirlitsstofnunar með auglýsingum.

Andy Knott, stofnandi DeadHappy sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið viti vel að það ögri stundum með auglýsingum og hneyksli en það sé aldrei ætlun þess að móðga fólk eða koma úr jafnvægi. Markmiðið sé að fá fólk til að stoppa aðeins við og hugsa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega

Tannlæknir grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína – Færði henni blásýrusjeik til að geta byrjað nýtt líf með kollega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti að nota fimmtu flugvélina í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001?

Átti að nota fimmtu flugvélina í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 2001?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni

Óhugnanlegt atvik þegar veðurfréttakonan leið út af í beinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?