fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Hafa áhyggjur af að örvænting muni grípa um sig ef við fáum skilaboð frá geimverum – „Verðum eins og hauslausar hænur“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 22:00

Hafa geimverur virkilega banað fólki?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var rannsóknarstöð á vegum SETI, sem leitar að merkjum um tilvist vitsmunavera á öðrum plánetum, opnuð við St Andrews háskólann í Skotlandi. Verkefni vísindamannanna þar er meðal annars að reikna út hvernig við eigum að bregðast við ef við komumst í samband við vitsmunaverur frá öðrum plánetum.

Það liggur ljóst fyrir að ef geimverur myndu setja sig í samband við okkur á morgun, þá er mannkynið illa undir það búið og því verður að breyta sem fyrst að mati vísindamannanna.

„Sjáðu hvernig við klúðruðum hlutunum þegar COVID skall á. Við verðum eins og hauslausar hænur,“ sagði John Elliot, einn af forsvarsmönnum nýju rannsóknarstöðvarinnar, í samtali við The Guardian.

Hann sagði að við höfum ekki efni á að vera illa undir þetta búin. Þetta sé eitthvað sem geti gerst hvenær sem er og að við höfum ekki efni á að klúðra hlutunum.

Meginverkefni SETI er að skanna himinhvolfið og leita að merkjasendingum og öðrum ummerkjum um tilvist vitsmunavera á öðrum plánetum. Hlutverk Elliot og félaga hans er hins vegar að spyrja hvað gerist næst? Þá er átt við eftir að við komumst í samband við vitsmunaverur.

Verkefni Elliot er að samhæfa alþjóðleg viðbrögð ef geimverur setja sig í samband við okkur. Þetta er stórt og umfangsmikið verkefni sem krefst mikillar pappírsvinnu og skriffinnsku.

Hann sagði the Guardian að þörf sé á áætlunum og að draga upp ólíkar sviðsmyndir til að öðlast skilning á hvað þurfi að gera og hvernig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu engin ummerki um litla drenginn

Fundu engin ummerki um litla drenginn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru