Þetta kom fram á fréttamannafundi í gærkvöldi þar sem Cecilie Pedersen, yfirlögregluþjónn, skýrði frá málinu. Hún sagði að lögreglan telji að ekki sé útilokað að fleiri en einn hafi verið að verki.
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og Pedersen vildi ekki svara hvort lögreglan hefði einhvern eða einhverja grunaða í málinu.
Það var manneskja, sem ætlaði að heimsækja íbúana í húsinu, sem fann mæðgurnar látnar upp úr hádegi í gær. Lögreglunni var tilkynnt um málið klukkan 13.21. Voru mæðgurnar látnar þegar fyrstu lögreglumenn komu á vettvang.
Lögreglan hefur unnið að vettvangsrannsókn síðan í gær og áfallahjálparteymi bæjarfélagsins hefur verið virkjað til að veita ættingjum, vinum og skólafélögum stúlkunnar alla nauðsynlega aðstoð.