fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Þetta er sannleikurinn á bak við „pýramída“ sem fannst á Suðurskautslandinu

Pressan
Fimmtudaginn 21. september 2023 04:05

Svona lítur hann út. Mynd:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Suðurskautið sé þakið ís og nánast útilokað fyrir fólk að búa þar, fyrir utan búsetu í nokkrum rannsóknarstöðvum, þá hefur sú samsæriskenningin gengið manna á milli að eitthvað eða einhver hafi getað reist pýramída þar.

Þetta gerðist eftir að pýramída laga massi sást á gervihnattarmyndum sem voru teknar af suðurhluta Ellsworth fjallgarðsins.

Eins og flestir vita þá halda mörgæsir til á Suðurskautinu en þær eru auðvitað ekki þekktar fyrir arkitektúr og byggingarlist og því óhætt að útiloka þær sem þá sem reistu „pýramídann“. En þá er spurningunni ósvarað um hvernig pýramídinn varð til.

Á gervihnattarmyndunum sjást nokkrir undarlegir fjallstoppar á svæðinu og einn þeirra vakti sérstaka athygli því hann líkist stóra pýramídanum í Giza í Egyptalandi.

Þegar þetta fór á flug á Internetinu fóru margar samsæriskenningar af stað, ekki síst í ljósi þess að það er ekki auðvelt fyrir fólk að halda sig á Suðurskautinu og hvað þá að reisa pýramída þar.

Ein þeirra samsæriskenninga, sem fór á flug, gengur út á að menningarsamfélag, sem var uppi fyrir Syndaflóðið, hafi reist pýramída á Suðurskautinu og að fyrir um 10.000 árum hafi verið hlýtt á Suðurskautinu.

LadBible segir að samsæriskenningasmiðum til mikilla vonbrigða þá sé ljóst að hér sé ekki um pýramída að ræða. Þetta kom fram í spjalli jarðfræðiprófessorsins Eric Rignot við Live Science. Þrátt fyrir að svo sé að sjá á myndum að hér sé um pýramída að ræða þá sagði Rignot: „Þetta er einfaldlega fjall sem líkist pýramída.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa