fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Sjúkraflutningamenn á leiðinni í útkall sagðir hafa stoppað til að fá sér samlokur

Pressan
Mánudaginn 21. ágúst 2023 20:00

Sjúkrabíll í Norðaustur-Englandi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Skjáskot: BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt skjölum sem lekið var til Daily Mail eru sjúkraflutningamenn í Bretlandi sakaðir um að hafa stoppað á leið í útkall til að kaupa sér samlokur. Maður að nafni Peter Coates, sem var 62 ára gamall, hafði hringt í neyðarlínuna og beðið um sjúkrabíl en lést á meðan hann beið eftir þeim.

Aðrir sjúkraflutningamenn höfðu upprunalega verið sendir í útkallið en sjúkrabíllinn sem þeir voru á var fastur, vegna rafmagnsleysis, bak við hlið bækistöðvar sjúkrabílanna sem er aðeins í tveggja mínútna akstursfjarlægð frá heimili Coates.

Coates hafði verið að glíma við lungnakrabbamein en þjáðist líka af krónískum lungnasjúkdómi og gat ekki komist af án súrefnisvélar sinnar. Vegna rafmagnsleysisins hætti hún að virka og þess vegna hringdi Coates í neyðarlínuna.

Sjúkraflutningamennirnir komu loks á staðinn 36 mínútum seinna og þá var Coates látinn.

Þessir atburðir gerðust í mars 2019 og uppljóstrari hefur stigið fram og sagt það meðal atvika sem sjúkrabílaþjónustan í norðausturhluta Englands (e. North-East Ambulance Service (NEAS)) hafi hylmt yfir.

Samkvæmt NEAS stoppuðu sjúkraflutningamennirnir á leiðinni í útkallið til að setja eldsneyti á sjúkrabílinn. Dóttur Coates barst hins vegar nýlega skjöl frá uppljóstraranum þar sem kemur fram að samkvæmt innri rannsókn NEAS hafi þeir stoppað á bensínstöð til að kaupa sér samlokur. Í skjölunum er því einnig haldið fram að eldsneytistankur sjúkrabílsins hafi verið hálffullur.

Krefjast nýrrar rannsóknar

NEAS fullyrðir hins vegar enn að ekkert hafi komið fram við rannsóknina um að sjúkraflutningamennirnir sem sendir voru í útkallið í stað þeirra sem voru fastir bak við hlið bækistöðvarinnar hafi stoppað á leiðinni til að fá sér að borða.

Coates var búsettur í bænum Redcar sem er í norðausturhluta Englands. Coates var fyrrverandi verkamaður í stáliðnaðinum og átti 5 uppkominn börn og einnig barnabörn.

Ein dætra hans ræddi við Daily Mail og sagðist vart hafa trúað upplýsingunum frá uppljóstraranum. Hún og aðrir fjölskyldumeðlimir krefjast þess að formleg rannsókn verði hafin á tildrögum dauða föður hennar.

Óháð rannsókn á strafsháttum innan NEAS komst að þeirri niðurstöðu að leiðtogahæfni æðstu stjórnenda væri ábótavant. Starfsandinn væri slæmur og að sjúkraflutningamenn þyrðu ekki að láta í sér heyra þegar einhver vandamál kæmu upp.

Núverandi æðsti yfirmaður NEAS, Helen Ray, sagðist vilja hitta fjölskyldu Coates og fjölskyldu annarra þeirra sem ófullnægjandi þjónusta NEAS hafði bitnað á með jafn alvarlegum hætti. Ray segir að úrbætur séu hafnar til að laga það sem bent var á, í óháðu rannsókninni, að væri ábótavant hjá NEAS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar