fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Vísindamenn segja að Tasmaníutígrar séu hugsanlega á lífi

Pressan
Laugardaginn 10. júní 2023 20:00

Svona litu þeir út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt þar til 1936 ráfuðu Tasmaníutígrar, sem líkjast frekar úlfum en tígrisdýrum, um Tasmaníu. Áratugum saman hefur verið talið að tegundin hafi dáið út 1936 en nú telja vísindamenn hugsanlegt að dýr af þessari tegund hafi lifað lengi eftir 1936 og að ekki sé með öllu útilokað að enn séu einhverjir Tasmaníutígrar á lífi.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Andrew Pask, prófessor í utangenaerfðum við University of Melbourne í Ástralíu, sagði við Live Science að Tasmaníutígrar hafi verið einstakt dýr meðal pokadýra. Þeir hafi ekki bara líkst úlfum, heldur verið eina pokadýra rándýrið. Rándýr séu mjög mikilvæg í fæðukeðjunni og viðhaldi oft jafnvægi í vistkerfinu.

Tasmaníutígrar voru upprunalega um alla Ástralíu en hurfu frá meginlandinu fyrir um 3.000 árum vegna ofsókna manna. Þeir lifðu áfram á Tasmaníu en halla fór undan fæti þegar fyrstu Evrópubúarnir settust þar að upp úr 1880. Þeir veiddu dýrin og gerðu út af við tegundina.

Síðasta þekkta dýrið drapst í Hobart dýragarðinum á Tasmaníu þann 7. september 1936. Þetta er ein af fáum tegundum sem vitað er nákvæmlega hvenær drapst út.

Í rannsókn, sem var birt í vísindaritinu Science of The Total Environment í mars, kemur fram að líklega hafi Tasmaníutígrar lifað úti í náttúrunni þar til á níunda áratugnum og að „örlitlar líkur“ séu á að enn séu dýr á lífi.

Í rannsókninni var farið yfir 1.237 tilkynningar um að Tasmínutígrar hefðu sést á Tasmaníu síðan 1910.

En margir hafa miklar efasemdir um þessa kenningu og er Pask meðal þeirra. Hann sagði að engar sannanir hafi, sem staðfesta þessar tilkynningar, hafi komið fram. Erfitt sé að gera greinarmun á Tasmaníutígri og hundi úr töluverðri fjarlægð vegna þess að Tasmaníutígrar hafi verið svo líkir úlfum. Auk þess hefði einhver fundið hræ dauðs Tasmaníutígurs ef þeir hefðu lifað villtir í náttúrunni eftir 1936.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa