fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Báru kennsl á líkamsleifar sem fundust fyrir 53 árum

Pressan
Föstudaginn 9. júní 2023 10:00

Sylvia Atherton. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún var kölluð „konan í töskunni“ eftir að lögreglan fann lík hennar í tösku í skógi nærri St. Petersburg í Flórída fyrir 53 árum. Nýlega tókst lögreglunni að bera kennsl á líkið og segir lögreglan í St. Petersburg að þetta sé elsta og frægasta óleysta sakamálið sem hún hafi á sinni könnu.

Með nýjustu DNA-tækni tókst að bera kennsl á líkið. Það reyndist vera af Sylvia June Atherton. Það voru tveir lögreglumenn sem fundu lík hennar á Hrekkjavökunni 1969. Líkið var í svartri tösku sem var vafin inn í stóran plastpoka.

Atherton var 41 árs, fimm barna móðir frá Tucson í Arizona að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook.

Í kjölfar þess að það tókst að bera kennsl á líkið hefur lögreglan biðlað til þeirra sem búa hugsanlega yfir upplýsingum um dauða hennar eða dvalarstað tveggja dætra hennar að hafa samband.

Atherton var með greinilega áverka á höfði og hafði verið kyrkt með karlmannsbindi af gerðinni Bolo. Hún var að hluta í náttfötum.

Vitni sögðu að tveir hvítir menn hafi skilið töskuna eftir, eftir að þeir tóku hana úr hvítri pallbifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa