fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Brokkolí „ofursúpa“ gæti hjálpað til við að halda sykursýki 2 í skefjum

Pressan
Sunnudaginn 4. júní 2023 15:00

Brokkolí.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað ef það að borða einn súpudisk á viku gæti hjálpað til við að halda blóðsykurmagninu í skefjum og þannig dregið úr líkunum á að þróa sykursýki 2 með sér væri mögulegt? Þetta hljómar eflaust eins og einhver óskhyggja en eftir því sem talsmenn fyrirtækisins Smarter Food segja þá er þetta mögulegt og eitthvað sem sumir viðskiptavina þess gera.

The Guardian segir að samkvæmt því sem talsmenn fyrirtækisins segi þá sé grænmetissúpa þess einmitt gædd þeim eiginleikum að geta haldið blóðsykurmagninu í skefjum og þannig unnið gegn sykursýki 2.

Hún inniheldur sérstaka tegund af brokkolí, sem uppgötvaðist á Sikiley þar sem hún óx villt. Eftir margra ára rannsóknir og ræktun hefur aðalvísindamaður fyrirtækisins, prófessor Richard Mithen, þróað nýtt afbrigði af brokkolí, sem nefnist Grextra, sem er nú ræktað í Skotlandi og unnið í súpur fyrir fyrirtækið.

Káltegundir á borð við brokkolí, blómkál, rósakál og hvítkál innihalda efni sem nefnist glucoraphanin. Þegar þetta efni kemst niður í magann breytist það í virkt form efnis sem bætir starfsemi frumna líkamans. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þetta efni snýr við því ferli efnabreytinga sem hefur verið tengt við öldrun.

The Guardian segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fyrrnefnd súpa innihaldi jafn mikið glucoraphanin og fæst með því að borða fimm eða fleiri brokkólíhausa.

Tilraunir fyrirtækisins hafa sýnt að það að borða einn súpudisk á viku, af fyrrnefndri súpu, hjálpi til við að lækka magn blóðsykur og halda því lágu. Þetta kemur sé vel fyrir fólk, sem er með hátt magn blóðsykurs en það er einn af helstu áhættuþáttunum varðandi að þróa með sér sykursýki 2.

The Guardian segir að aðrar rannsóknir hafi sýnt að neysla á matvælum, sem innihalda mikið  glucoraphanin, samhliða lífstílsbreytingum geti gagnast til að halda aftur af aldurstengdum sjúkdómum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf