fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn fundu elstu þekktu ummerkin um eldamennsku Evrópubúa

Pressan
Laugardaginn 3. júní 2023 21:00

Neanderdalsmaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir allt að 250.000 árum gætu forfeður okkar, sem bjuggu í Evrópu, hafa setið í kringum bálkesti og eldað mat. Ef þetta er rétt, þá er þetta 50.000 árum fyrr en áður var talið.

Tegundir manna hafa lengið verið tengdar eldi og sumar uppgötvanir vísindamanna benda til menn hafi náð tökum á eldi fyrir rúmlega 700.000 árum í Afríku og Miðausturlöndum og fyrir að minnsta kosti 400.000 árum síðan í Evrópu.

Nú segjast vísindamenn hafa fundið elstu þekktu ummerkin um notkun elds, sem fólk notaði til að safnast saman við og hita mat, í Evrópu.

„Þetta eru elstu þekktu ummerkin um eld, sem menn stjórnuðu, sem var notaður við eldamennsku og félagslegar athafnir,“ sagði Dr Clayton Magill, prófessor við Heriot-Watt háskólann, höfundur rannsóknarinnar.

The Guardian segir að hann hafi bent á að fyrri rannsóknir bendi til að fólk hafi „skipulagt“ elda í Evrópu fyrir 200.000 árum en það er byggt á því að eldarnir hafi verið kveiktir viljandi og notaðir í ákveðnum tilgangi. Nú hafi 50.000 ár bæst við þessa tölu.

Magill byggir niðurstöður sínar á vettvangsrannsóknum í Valdocarros II, sem er austan við Madrid. Ummerki þar sýni að eldar hafi logað þar og verið 280 til 350 gráðu heitir og benti Magill á að þetta sé passlegur hiti til eldamennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu