fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hneykslismál skekur Þýskaland – Læknir lét ræstitækni aðstoða sig við aflimun

Pressan
Þriðjudaginn 23. maí 2023 06:45

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknir, sem starfaði í borginni Mainz í Þýskalandi, var rekinn úr starfi í síðustu viku. Ástæðan er að hann fékk ræstitækni, konu, til að aðstoða við aflimun.

Bild skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta hafi átt sér stað í október 2020 en það hafi ekki verið fyrr en í síðustu viku sem lækninum var endanlega vikið úr starfi hjá Háskólasjúkrahúsinu í Mainz.

Norbert Pfeiffer, formaður stjórnar sjúkrahússins, sagði í samtali við Bild að þetta hafi aldrei átt að gerast. Læknirinn hafi gerst sekur um mistök.

Konan var við hefðbundin störf sín á sjúkrahúsinu þegar hún var beðin um að halda fótlegg sjúklings föstum vegna þess hversu órólegur hann var. Taka átti tá af honum. Kona var einnig beðin um að rétta lækninum bómullarpinna.

Hún hafði hvorki hlotið tæknilega þjálfun varðandi læknisaðgerðir né þjálfun varðandi það hreinlæti sem þarf að viðhafa á skurðstofum þegar læknirinn kallaði hana inn á skurðstofuna.

Sjúklingurinn slapp óskaddaður frá þessu.

Aðgerð af þessu tagi flokkast sem rútínuaðgerð og því er það oft aðeins skurðlæknirinn sem er til staðar á skurðstofunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa