fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hryllingur á hóteli – Taldi vondu lyktina koma frá tánum sínum en sannleikurinn leyndist undir rúminu

Pressan
Þriðjudaginn 9. maí 2023 06:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur var að gista á hóteli í Tíbet þegar hann fann virkilega vonda lykt. Fyrst óttaðist hann að þetta væri táfýlan af honum sjálfum, en eftir að hafa reynt að sofa í um þrjá klukkutíma fékk hann að færa sig um herbergi þar sem lyktin var óbærileg.

Skömmu síðar fundu starfsmenn hótelsins ástæðuna. Undir rúminu í herberginu leyndist lík. Hefur lögreglan gefið upp að einn hafi verið handtekinn í tengslum við látið.

Hótelið sem um ræðir kallast Guzang Shuhuan gistiheimilið og er vinsæll viðkomustaður þeirra sem aðhyllst myndbirtingar á samfélagsmiðlum þar sem umhverfið og staðurinn þykja einstaklega falleg.

Ólánsami maðurinn sem óafvitandi deildi herbergi með hinum látna hefur aðeins verið nafngreindur af fjölmiðlum sem Zhang. Málið vakti athygli fjölmiðla er Zhang birti umsögn um hrollvekjandi dvöl sína á hótelinu og fór umsögnin á mikið flug um samfélagsmiðla.

Hótelið brást fyrst við málinu með því að neita að nokkuð hefði átt sér stað. Zhang greip þá á það ráð að birta myndir frá dvöl sinni á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo.

„Ég er mjög hræddur og á enn erfitt með að sofa,“ sagði Zhang í viðtali við Shangyou fréttastofuna.

Hann hafi skráð sig inn á hótelið þann 21. apríl og hvílt sig í nokkra tíma áður en hann fór aftur út. Þegar hann sneri aftur í herbergi sitt til að skipta um föt fyrir kvöldmat fann hann lyktina. Hann hélt fyrst að þetta gæti verið að koma frá bakarí sem var á hæðinni fyrir neðan. Eða kannski frá loftræstingunni og svo mögulega af hans eigin fótum.

Þegar hann sneri aftur eftir kvöldmatinn var lyktin orðin verri. Hann bað því um að fá að skipta um herbergi. Fékk hann það í gegn og var allt í góðu þar til starfsmenn bönkuðu upp á hjá honum síðar um nóttina og báðu hann um að koma með sér í herbergið sem hann hafði yfirgefið.

Þar hitti hann fyrir lögregluna sem vildi fá erfðaefni hans og skýrslu. Honum var þó sagt að hann hefði ekkert að óttast þar sem að sakborningur væri þegar í haldi. Lögreglan hefur þó ekki gefið neitt meira út um málið.

Zhang segist hafa stigið fram því að hótelið hafi neitað að gangast við því að maður hefði fundist þar látinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær