fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Eru mýs hrifnar af osti?

Pressan
Sunnudaginn 5. mars 2023 16:30

Bramble Cay melomys dó út árið 2019. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hafa horft á teiknimyndirnar um Tomma og Jenna muna eflaust eftir ásókn Jenna í ost. En þetta eru ekki einu teiknimyndirnar eða sögurnar þar sem mýs eru sagðar sólgnar í ost. En er eitthvað hæft í því að mýs séu sólgnar í ost?

Þessar spurningu var nýlega varpað fram á vef LiveScience. Þar kemur fram að til að byrja með verði að hafa í huga að ekki séu allar mýs eins. Þær séu fjölbreyttur hópur með marga undirhópa, eins og hagamýs og húsamýs. Sérhver tegund er vön ákveðnum búsetuskilyrðum.

Megan Phifer-Rixey, þróunarlíffræðingur við Drexel University í Philadelphia, vinnur að rannsóknum á músum. Hún sagði að mýs séu ekki sérstaklega matvandar. Húsamýs éti til dæmis allt sem þær ná í, þar á meðal ost en hann sé ekki uppáhaldsmaturinn þeirra. Það sem þær virðist elska sérstaklega mikið sé hnetusmjör. Það innihaldi mikið af prótíni og fitu sem sé eitthvað sem músum líkar vel við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli