Sársaukafull bólga í heila fylgir oft heilahimnubólgu, sem er oftast af völdum veiru en í í sjaldgæfum tilfellum af völdum bakteríu- eða sveppasýkingar.
Fyrsta tilfellið í Durango greindist í lok síðasta árs og í kjölfarið greindust fleiri tilfelli.
Allir sjúklingarnir höfðu gengist undir aðgerðir á einkasjúkrahúsum þar sem mænudeyfing var notuð. Þetta kemur fram í gögnum sem embættismenn hafa afhent Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO.
Það sem af er ári hafa heilbrigðisyfirvöld í Durango staðfest ný smit nær daglega og skýrt frá sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum af völdum sjúkdómsins.
Unnið er að því að reyna að komast að upptökum sjúkdómsins.
Fylkisstjórnin í Durango segir á heimasíðu sinni að faraldur af þessu tagi hafi aldrei áður sést í heiminum.
Ekki er vitað með vissu hvenær fyrstu sjúklingarnir smituðust eða hversu margir hafa smitast og jafnað sig.