Sky News skýrir frá þessu og segir að rannsókn hafi leitt í ljós að Nava hafi gefið fyrirmæli um að sum dýrin í dýragarðinum skyldu seld eða þau borðuð.
Er Nava sagður hafa látið slátra fjórum dverggeitum dýragarðsins og hafi síðan boðið upp á þær í grillveislu starfsfólks í árslok.
Heilbrigðisyfirvöld segja að þetta hafi stefnt heilsu þeirra, sem borðuðu kjötið, í hættu því kjötið hafi ekki verið hæft til manneldis.
En auk þess að láta slátra dverggeitunum er Nava grunaður um að hafa skipt á sebrahesti fyrir verkfæri og að hafa selt dádýr og Watusi kú til einstaklinga.
Nava var vikið frá störfum þann 12. janúar.