Það birti nýlega auglýsingu með mynd af fjöldamorðingjanum Harold Shipman, sem starfaði sem heimilislæknir áratugum saman, með textanum: „Líftrygging – Því þú veist kannski ekki hver læknirinn þinn er.“
Þetta þykir mörgum mjög ógeðfellt enda mál Shipman mörgum í fersku minni. Hann var fundinn sekur um morð á 15 manns árið 1998 en talið er að hann hafi drepið allt að 250 manns á árunum 1975 til 1988. Hann hengdi sig í fangaklefa sínum árið 2004.
Sky News segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð og margir hafi hneykslast á henni. Meðal þeirra er Kathryn Knowles, stofnandi tryggingamiðlunarinnar Cura, sem sagði á Twitter að hún myndi kæra þessa „algjörlega viðbjóðslegu“ auglýsingu til fjármálaeftirlitsins og eftirlitsstofnunar með auglýsingum.
Andy Knott, stofnandi DeadHappy sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið viti vel að það ögri stundum með auglýsingum og hneyksli en það sé aldrei ætlun þess að móðga fólk eða koma úr jafnvægi. Markmiðið sé að fá fólk til að stoppa aðeins við og hugsa.