fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Líftryggingafyrirtæki sætir harðri gagnrýni – „Algjörlega viðbjóðslegt“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 08:00

Umrædd auglýsing.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska líftryggingafyrirtækið DeadHappy hefur orð á sér fyrir að fara óvenjulegar leiðir þegar kemur að því að auglýsa þjónustu sína. En nú virðist það hafa slegið öll met í að gera óviðeigandi auglýsingu og hneyksla almenning.

Það birti nýlega auglýsingu með mynd af fjöldamorðingjanum Harold Shipman, sem starfaði sem heimilislæknir áratugum saman, með textanum: „Líftrygging – Því þú veist kannski ekki hver læknirinn þinn er.“

Þetta þykir mörgum mjög ógeðfellt enda mál Shipman mörgum í fersku minni. Hann var fundinn sekur um morð á 15 manns árið 1998 en talið er að hann hafi drepið allt að 250 manns á árunum 1975 til 1988. Hann hengdi sig í fangaklefa sínum árið 2004.

Sky News segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð og margir hafi hneykslast á henni. Meðal þeirra er Kathryn Knowles, stofnandi tryggingamiðlunarinnar Cura, sem sagði á Twitter að hún myndi kæra þessa „algjörlega viðbjóðslegu“ auglýsingu til fjármálaeftirlitsins og eftirlitsstofnunar með auglýsingum.

Andy Knott, stofnandi DeadHappy sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið viti vel að það ögri stundum með auglýsingum og hneyksli en það sé aldrei ætlun þess að móðga fólk eða koma úr jafnvægi. Markmiðið sé að fá fólk til að stoppa aðeins við og hugsa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Í gær

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun