fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Fékk mynd af nærfötum eiginkonunnar með sektinni

Pressan
Mánudaginn 23. janúar 2023 19:05

Myndin sem eftirlitsmyndavélin tók af Arnold og Nyugen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fæstir sem verða hæstánægðir við það að fá umferðarsekt. Richard Arnold, karlmaður frá áströlsku borginni Goald Coast, fékk einmitt eina slíka í síðasta mánuði en það var ekki sektin sjálf sem gerði hann brjálaðan, heldur myndin sem fylgdi með sektinni.

Þegar Arnold opnaði sektina sem hann fékk í póstinum sá hann myndina sem eftirlitsmyndavélin hafði tekið af honum og eiginkonu hans, Anh Nyugen. Nyugen var með fæturnar uppi á mælaborðinu þegar myndavélin smellti af og sást upp undir pilsið hennar og í nærbuxurnar. Á annarri mynd sem fylgdi sektinni sást svo að Nyugen var ekki með bílbeltið sitt rétt á sér, að sögn Arnold hafði hún tekið hendina sína úr beltinu til að laga skyggnið sitt í örfáar sekúndur.

Sektin sem Arnold fékk hljóðar upp á 1.078 ástralska dollara, eða um 108 þúsund í íslenskum krónum. Ljóst er að hann vill ekki borga sektina því hann hefur ákveðið að áfrýja henni. „Þú getur ekki búist við að fá sendar myndir af nærfötum eiginkonu þinnar,“ segir Arnold í samtali við Gold Coast Bulletin um málið.

„Ég held að það sé í rauninni ólöglegt að taka mynd upp undir pils. Eftirlitsmyndavélar ættu ekki að vera notaðar á svona ónærgætinn og dónalegan hátt.“

Talsmaður samgöngustofnunarinnar í Queensland, Ástralí, segir að myndir frá eftirlitsmyndavélum séu dulkóðaðar og varðveittar örugglega. Þá segir hann myndirnar einungis vera notaðar við löggæslu. Gervigreind sjái um að nema hvort verið sé að fremja lögbrot á myndunum sem eftirlitsmyndavélarnar taka. Ef gervigreindin finnur ekki lögbrot á myndunum þá er þeim eytt en annars fara þær áfram til lögreglunnar sem fer yfir hvort að um brot sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Í gær

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun