fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Hryllingurinn í Powys – „Ég vildi ekki sjá það sem ég sá“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 22:00

Kaylea. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Kaylea Titford lést í október 2020, 16 ára að aldri, var hún um 140 kíló. Það voru sjúkraflutningsmenn sem fundu hana látna á heimili hennar í Powys í Wales.

Nú standa yfir réttarhöld vegna andláts hennar en faðir hennar, Alun Titford, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hann neitar sök. Móðir hennar, Sarah Lloyd-Jones, hefur játað að hafa valdið dauða dóttur sinnar af gáleysi.

Sky News segir að fyrir dómi hafi komið fram að Kaylea hafi búið við „hrollvekjandi“ aðstæður sem hafi gert að verkum að viðbragðsaðilum leið „illa líkamlega“ þegar þeir sáu þær.

Fyrir dómi var leikin upptaka af símtali ömmu Kaylea til neyðarlínunnar þar sem hún sagði að Kaylea væri „köld“ og að fjölskyldan gæti „ekki vakið hana“. Einnig var leikin upptaka af því þegar neyðarvörður hringdi í Alun og bað hann um að koma Kaylea í læsta hliðarlegu. Hann sagði þá að hún væri „of stór til að hægt væri að hreyfa hana“.

Kaylea var með mænurauf og þurfti að notast við hjólastól.

Sjúkraflutningamenn sögðu fyrir dómi að herbergið hennar hafi verið „skítugt“ og að nokkrar skítugar bleiur hafi verið á dýnunni hennar og á gólfinu og vafðar um fætur hennar.

Rúmið hennar var umkringt umbúðum utan af skyndibitafæði, mjólkurfernum fullum af þvagi og saur var á gólfinu í baðherberginu hennar sögðu þeir.

Saksóknarar segja að foreldrar hennar hafi vanrækt hana alvarlega. Í skýrslu réttarmeinafræðings kom fram að dánarorsök hennar hafi verið „bólgur og sýkingar á stórum sárasvæðum sem voru tilkomin vegna offitu og afleiðinga hennar hjá stúlku með mænurauf og vatnshöfuð“.

Sjúkraflutningamenn sögðu að þegar þeir lyftu sæng hennar hafi lykt af „rotnandi holdi“ fyllt herbergið.

Tveir lögreglumenn komu fyrir dóm í gær og sögðu að þeim hafi „liðið illa líkamlega“ vegna óþefsins og að þeir hafi séð „orma iða“ á dýnunni þegar lík Kaylea hafði verið fjarlægt.

„Það var mikið áfall að sjá einhvern í þessum aðstæðum. Ég vildi ekki sjá það sem ég sá,“ sagði David Wilkinson, lögreglumaður, í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin