fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Stórhættuleg áskorun á TikTok veldur enn einu andlátinu

Pressan
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka í Argentínu, aðeins 12 ára að aldri, er talin hafa látið lífið við að reyna áskorun sem hefur gengið um nokkra hríð á miðlinum TikTok.

Umrætt atvik átti sér stað þann 13. janúar. Stúlkan, Milagros Soto, fannst látin á heimili sínu, og er talið að andlátið hafi borið að er hún reyndi við „óminnis-áskorunina“ eða „the blackout challenge“ sem felst í því að reyna þrengja að öndunarvegi sínum þar til maður missir meðvitund. Milagros er talin hafa hengt sig af slysförum.

Frænka hennar ritaði á Facebook að Milagros hafi dáið við að reyna við þessa áskorun. Hún hefði áður gert það í tvígang og hafi látið lífið í þriðju tilrauninni.

Frænka stúlkunnar sagði í samtali við fjölmiðla að Milagros hafi fengið skilaboð frá einhverjum á forritinu WhatsApp með vefslóð á áskorunina. Milagros hafði verið lögð í einelti og í skilaboðunum var hún hvött til að láta reyna á þessa áskorun.

Lögregla er nú að rannsaka málið.

Áskorun valdið hefur fjölda andláta

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkir „leikir“ eða „áskoranir“ hafa valdið andlátum í heiminum. CDC stofnunin í Bandaríkjunum segir að rúmlega 82 ungmenni hafi látið á tíu ára tímabili um og eftir aldamótin í kyrkingarleikjum. Flest hinna látnu voru á aldrinum 11-16 ára.

Bloomberg Businessweek skrifaði í nóvember, í tengslum við umfjöllun um 9 ára stúlku sem lét lífið í febrúar 2021 við að reyna þessa óminnis-áskorunina á TikTok, að áskorunin hafi valdið minnst 15 andlátum meðal barna sem voru 12 ára og yngri á aðeins 18 mánaða tímabili. Á sama tímabili hefðu fimm börn látinst á aldrinum 13-14 ára.

The Verge greinir frá því að foreldrar sjö barna sem eru talin hafa látist vegna óminnis-áskorunarinnar séu að lögsækja TikTok.

Í einni stefnunni segir að TikTok hafi fjárfesti milljarða í því að hanna og þróa vöru sem getur komið efni til unglinga og barna sem er vitað að sé óviðurkvæmilegt og líklegt til að skaða andlega heilsu.

TikTok sagði í samtali við Washington Post  á síðasta ári, í tengslum við umfjöllun um 19 ára barn sem lést við að reyna þessa áskorun, að fyrirtækið hefði lokað fyrir leitarniðurstöður um áskorunina og þess í stað fái notendur viðvörun sem minni á að sumar áskoranir séu hættulegar. Engu að síður halda tveir þeirra foreldra, sem eru að lögsækja TikTokk, því fram að áskorunin hafi birst börnum þeirra á aðalsíðu TikTok.

Independent vísar til talsmanns TikTokMahsau Cullinane sem hafi gefið frá sér yfirlýsingu vegna áskorunarinnar:

„Þessi truflaða áskorun, sem fólk virðist frétta af frá öðrum heimildum en TikTok, var til kominn langt á undan okkar miðli og hefur aldrei verið „trend“ á TikTok. Við erum staðföst í þeirri skuldbindingu okkar að tryggja öryggi notenda og munum um leið fjarlægja tengt efni ef það finnst. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar vegna þessa harmleiks.“

Fleiri hættulegar áskoranir raktar til TikTok

Um helgina var fjallað um stórhættulega áskorun sem börn virðast hafa fengið hugmyndina að frá TikTok, hér á landi. En börn eru sögð stunda það að mana hvert annað til að spyrja ókunnuga um far heim til sín. Ef viðkomandi samþykkir að skutla þurfa börnin þá að láta sig hafa það og láta ókunnugan skutla sér því annars megi þau búast við aðkasti.

Sjá einnig: Dagmar varð vitni að hættulegum leik ungra drengja í Hagkaup og varar foreldra við

________________________

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957

Þetta hefur ekki gerst í bandarísku bílaborginni frá árinu 1957
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti

Mikil sorg eftir dauða 10 ára drengs sem varð fyrir skelfilegu einelti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta

Leyniskyttan sem setti heimsmet skýrir frá – Svona langan tíma tók þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda

Kínverski rafbíllinn sem gerir aðra bílaframleiðendur skíthrædda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skaut lögreglumann með lásboga

Skaut lögreglumann með lásboga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið