fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar um hinn meinta fjöldamorðingja í Idaho

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 22:00

Þau voru myrt um miðja nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 13. nóvember voru fjórir háskólanemar myrtir í bænum Moscow í Idaho í Bandaríkjunum. Þau voru sofandi þegar ráðist var á þau og þau stungin til bana. Tvær ungar konur, sem sváfu í sama húsi, urðu ekki varar við neitt og uppgötvuðu ekki voðaverkið fyrr en þær vöknuðu undir hádegi.

Á föstudaginn var Bryan Christopher Kohberger handtekinn á heimili foreldra sinna í Pennsylvania. Hann er grunaður um morðin. Hann er 28 ára nemi í afbrotafræði.

Klukkan þrjú að nóttu var skyndilega barið að dyrum – Nýjar upplýsingar í umtöluðu morðmáli

Fjölmiðlar hafa að vonum fjallað mikið um málið frá upphafi og hafa aflað sér ýmissa upplýsingar um Kohberger á síðustu dögum.

NBC News hefur eftir Jordan Serulnec, eiganda barnsins Seven Sirens Brewing Company í Moscow, að Kohberger hafi yfirleitt komið einn á barinn. Þegar hann hafi verið búinn að drekka nokkra bjóra hafi framkoma hans í garð kvenkyns starfsmanna orðið mjög óþægileg. Hann sagði að konurnar hafi margoft kvartað undan Kohberger.

Sagði Serulnec að Kohberger hafi orðið nærgöngull við konurnar eftir að hafa drukkið tvo til þrjá bjóra. Hann hafi spurt þær hvar þær ættu heima, hvort þær ættu unnusta og þess háttar. Þegar þær vildu ekkert með hann hafa að gera hafi hann orðið mjög reiður.

Kohberger hætti að sækja barinn fyrir nokkrum mánuðum eftir að Serulneck ræddi hegðun hans við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu