fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Tannlæknir útskýrir af hverju á ekki að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. september 2022 21:01

Það er ekki sama hvenær er tannburstað eftir kaffidrykkju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er góð venja að fá sér að drekka á morgnana því við missum um einn lítra af vökva á nóttunni við að anda frá okkur. Það er því mikilvægt að bæta sér þennan vökva upp þegar við vöknum og auðvitað má ekki gleyma að drekka yfir daginn til að halda sér gangandi.

Kaffi er vinsæll drykkur og margir geta ekki byrjað daginn nema fá sér kaffibolla. Kaffi inniheldur andoxunarefni og hefur góð áhrif á þarmana og því ekkert að því að drekka kaffi í hófi.

En að því sögðu vaknar spurningin um hvort það sé í lagi að tannbursta sig rétt eftir að hafa drukkið kaffi? Og ef maður drekkur vatn rétt áður en maður tannbrustar sig, er þá einhver hætta á að maður gleypi bakteríur sem söfnuðust fyrir í munninum yfir nóttina?

Sharon Huang, tannlæknir og forstjóri tannlæknastofunnar Les Belles NYC, segir að það sé ekkert að því að drekka vatn strax að morgni. Þegar við kyngjum vatni blandist það með ensímum úr munnvatninu og fer niður í maga þar sem magasýrurnar drepa allar bakteríurnar í vatninu. Það má því segja að magasýrurnar komi til bjargar og komi í veg fyrir að bakteríurnar, sem safnast fyrir í munninum yfir nóttina, geri óskunda í líkamanum. Wellandgood skýrir frá þessu.

Fram kemur að Huang segi að kaffidrykkjufólk eigi að fara varlega og ráðleggur því frá því að bursta tennur strax eftir kaffidrykkju. Hún sagði að matur og drykkur innihald mikið magn af sýru, þetta eigi einnig við um kaffi. Þessi sýra mýki glerunginn og það að bursta tennur eða nota tannþráð þegar glerungurinn er mjúkur geti skaddað tennurnar, valdið óþægindum eða gert daufa bletti sem geta síðan orðið að holum.

Hún sagðist ráðleggja fólki að bíða í 30 til 60 mínútur með að tannbursta eftir að hafa drukkið kaffi. Þegar búið sé að drekka kaffi sé best að skola munninn með vatni og bíða í minnst 30 mínútur áður en tannburstað er.  Þá sé glerungurinn orðinn harður á nýjan leik og skaddist ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

FBI varar við TikTok

FBI varar við TikTok
Pressan
Fyrir 2 dögum

WHO segir að 90% heimsbyggðarinnar sé með eitthvað ónæmi gegn kórónuveirunni

WHO segir að 90% heimsbyggðarinnar sé með eitthvað ónæmi gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geymdi steininn árum saman í von um að gull væri í honum – Reyndist vera miklu verðmætari

Geymdi steininn árum saman í von um að gull væri í honum – Reyndist vera miklu verðmætari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hugsanlegt að allsherjar flensubóluefni verði tilbúið innan tveggja ára

Hugsanlegt að allsherjar flensubóluefni verði tilbúið innan tveggja ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 20.000 manns létust í hitabylgjum í Vestur-Evrópu í sumar

Rúmlega 20.000 manns létust í hitabylgjum í Vestur-Evrópu í sumar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir handtekin – Faldi lík dóttur sinnar í náttborðinu

Móðir handtekin – Faldi lík dóttur sinnar í náttborðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er vatnsbrúsinn þinn bakteríusprengja?

Er vatnsbrúsinn þinn bakteríusprengja?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ævafornar veggmyndir fundust í Perú

Ævafornar veggmyndir fundust í Perú