fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Pressan

Danskur karlmaður talinn hafa myrt eiginkonu sína og geymt líkið í frystiskáp – Hjá líkinu fannst dauður hvolpur

pressan
Fimmtudaginn 22. september 2022 08:58

Mandelieu-la-Napoule í Frakklandi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskur karlmaður er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína á heimili þeirra í Suður-Frakklandi. Kunningjar hjónanna fundu mikinn óþef leggja frá frystiskáp þeirra og þegar þau opnuðu hann sáu þeir lík konunnar.

Þetta fullyrða saksóknarar að sögn AFP fréttastofunnar. TV2 í Danmörku greinir frá málinu.

Maðurinn var handtekinn snemma á sunnudag eftir að lögregla hafði vaktað heimili þeirra við Mandelieu-la-Napoule sem er skammt frá Cannes.

Bað þá að fara með frystinn í urðun

Tveir kunningjar þeirra munu hafa gert lögreglu viðvart eftir að maðurinn hafði beðið þá að flytja frystiskápinn á urðunarstað.

Maðurinn sem grunaður er um morðið sagði kunningjum sínum að hann hafi drepið hund sem væri í frystinum en þegar þeir opnuðu hann sáu þeir ekki aðeins dauðan hvolp heldur einnig lík eiginkonu hans.

Krufning leiddi í ljós að konan hafði verið skotin.

Hlaðnar byssur, kókaín og hass

Að sögn ákæruvaldsins hafa ekki formlega verið borin kennsl á fórnarlambið en krufning bendir til þess að hún sé eiginkona hins grunaða. Þá leggur ákæruvaldið áherslu á að rannsókn sé enn í gangi.

Við yfirheyrslur hefur maðurinn ekki gefið neinar skýringar á því af hverju líkið var í frystiskápnum.

Lögreglan hefur fundið nokkur hlaðin vopn á heimilinu, kókaín og hass.

Þá segir lögreglan að við geðrannsókn hafi ekkert komið fram sem bendi til þess að maðurinn sé ósakhæfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri