fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Flugmönnum vikið úr starfi – Slógust í flugstjórnarklefanum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 08:00

Airbus A380 frá Air France. Mynd:EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur flugmönnum hjá franska flugfélaginu Air France hefur verið vikið úr starfi eftir að þeim lenti saman og þeir slógust í flugstjórnarklefanum. Atvikið átti sér stað í júní þegar flugvélin, sem þeir flugu, hafði nýtekið á loft frá París á leið til Genfar.

Sky News skýrir frá þessu. Allt hófst þetta að sögn þegar flugmaðurinn neitaði að fylgja fyrirmælum flugstjórans. Þá kom til handalögmála þeirra á milli og héldu þeir fast í hálsmál hvors annars. Annar þeirra sló síðan hinn í andlitið.

Áhafnarmeðlimir heyrðu að mikið gekk á í flugstjórnarklefanum og fóru inn til að reyna að ná tökum á ástandinu. Eitthvað höfðu flugmennirnir róast þegar hér var komið við sögu en samt sem áður þótti öðrum áhafnarmeðlimum ekki annað fært en að einn úr þeirra hópi sæti inni í flugstjórnarklefanum alla leiðina til Genfar til að tryggja að ekki kæmi aftur til átaka. Sá sem sat hjá flugmönnunum skrifaði síðan skýrslu um málið.

Flugið gekk áfallalaust og vélin lenti heilu og höldnu í Genf.

Sky News segir að flugmönnunum hafi verið vikið úr starfi tímabundið og bíði nú endanlegrar niðurstöðu stjórnenda flugfélagsins um hvort þeir verði reknir fyrir fullt og allt.

Franska loftferðaeftirlitið BEA gerði skýrslu um málið og fleiri mál tengd Air France. Meðal annars um eldsneytisleka úr einni vél félagsins þegar hún var á leið frá Kongó til París árið 2020. Flugmennirnir breyttu þá um stefnu en rufu ekki strauminn til hreyfilsins sem í hlut átti og þeir lentu ekki um leið og þeir gátu en það er föst öryggisregla að gera það þegar staða af þessu tagi kemur upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós