fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Hjálpaði eiginkonu sinni til fjörtíu ára að taka eigið líf – Skar hana á háls og fékk að ganga frjáls

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 1. ágúst 2022 20:30

Graham Mansfield

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Mansfield, 74 ára, var á dögunum sakfelldur af dómstól í Manchester  fyrir manndráp á eiginkonu sinni til fjörtíu ára, Dyanne. Hann fékk þó aðeins skilorðsbundin dóm og fékk að ganga frjáls að lokinni dómsuppkvaðningu.

Dyanne var 71 árs gömul en hún hafði glímt við lungakrabbamein í nokkurn tíma og upplifði miklar kvalir. Dag einn sagði hún Graham að hún gæti ekki afborið veikindin lengur og bað hann um að hjálpa sér að binda enda á líf sitt. Vegna Covid-faraldursins var ekki sá kostur í stöðunni að ferðast til dæmis til Sviss þar sem líknardráp er löglegt og því var ljóst að Graham þyrfti sjálfur að sjá um verknaðinn. Á það féllst hann  að lokum en þó aðeins með því skilyrði að hann myndi sjálfur falla fyrir eigin hendi í kjölfarið.

„Ég sagði henni að ég yrði að fara með henni. Ég sagði henni að ég gæti ekki lifað án hennar,“ segir Graham í viðtali við Manchester Evening News.

Mansfield-hjónin á góðri stund

Undirbjó daginn eins og langt frí væri framundan

Dyanne greindist í október 2020 með meinið en skömmu áður höfðu hjónin fagnað 40 ára brúðkaupsafmæli sínu. Þú kynntust á krá í bænum Wytjenshawe á gamlárskvöld 1974 og giftu sig síðan sex árum síðar. Þau voru óaðskiljanleg og deildu fjölmörgum áhugamálum eins og göngutúrum, garðyrkju og hjólreiðum.

„Dyanne var yndislega manneskja. Hún var líf mitt. Við þurftum bara á hvort öðru að halda og við áttum dásamlegt líf saman, “ sagði Graham.

Í mars í fyrra byrjaði Dyanne að finna fyrir óbærilegum verkjum og að endingu handsöluðu þau þá ákvörðun sína að yfirgefa þetta jarðlíf saman. Þau leituðu víða að hentugum stað en að endingu ákváðu þau að ljúka ætlunarverkinu í garðinum við húsið þeirra.

Graham undirbjó daginn eins og að langt ferðalag væri framundan. Hann aflýsti áskriftum á dagblöðum og tímaritum, afpantaði mjólkuráskrift heimilsins sem og yfirvofandi gluggaþrif. Þá tæmdi hann ísskáp heimilsins og þreif húsið hátt og lágt.

Síðasta nótt hjónanna fór í að gráta saman og skiptast á ástarjátningum.

Vann á móti hverri einustu taug í líkama sínum

Um fimmleytið næsta dag fengu þau sér drykk, Dyanne rauðvínsglas en Graham bjór og síðan viskí. Það var kalt veður úti þannig að þau klæddu sig í úlpur og héldu út í garð þegar Graham var búinn að læsa húsinu. Í garðinum hafði Graham komið fyrir tveimur stólum hlið við hlið.

„Ertu tilbúin?,“ spurði hann og Dyanne játti því og sagðist ætla að passa að gefa ekki frá sér neinn hávaða. Að því sögðu tók Graham sér stöðu fyrir aftan eiginkonu sína og skar hana á háls með beittum hníf. „Ég vann á móti hverri einustu taug í líkama mínum,“ sagði Graham grátandi við blaðamann í áðurnefndu viðtali.

Hann lýsir því hvernig hann hafi hlaupið fram fyrir stólinn og umsvifalaust iðrast gjörða sinna. Hann hafi því næst sest við hlið Dyanne, tekið utan um hana og tjáð henni ást sína.

Graham eftir að dómur var kveðinn upp yfir honum

Hann reyndi síðan að taka eigið líf í kjölfarið en mistókst ætlunarverkið og vaknaði upp á eldhúsgólfinu heima hjá sér næsta dag.

Í kjölfarið hringdi hann á neyðarlínu lögreglunnar, sagði frá öllu því sem gerst hafði, og var handtekinn.

Graham var síðar ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína en hann neitaði sök. Að endingu komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að um manndráp hefði verið að ræða og féllst á skýringar Graham um að ást hans á Dyanne hefði ráðið för. Hann var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og fékk því að yfirgefa dómshúsið sama dag sem frjáls maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf