fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Undarlegt og „kynþokkafullt“ myndband talskonu Pútíns vekur athygli

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 14:00

Maria Zakharova - Mynd til vinstri: EPA - Mynd til hægri: Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarlegt myndband sem Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, deildi á samfélagsmiðlinum Telegram síðastliðna helgi hefur vakið töluverða athygli. Í myndbandinu má sjá Zakharova sjúga jarðaber en í bakgrunninum má heyra rússneska lagið Kalinka sungið af kór. Í frétt New York Post um myndbandið er það sagt vera „kynferðislegt“.

Myndbandið er í heild sinni um þrjár mínútur lengd en Zakharova skrifaði „Okkar eigin uppskera“ með myndbandinu. Þrátt fyrir að Zakharova sjúgi jarðaberið í myndbandinu þá borðar hún það í rauninni ekki í myndbandinu en auk þess segir hún ekki orð í því.

Zakharova, sem er 46 ára gömul, var gerð að talskonu rússneska utanríkisráðuneytisins árið 2015 en hún er fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún er afar dugleg þegar kemur að því að koma Pútín til varnar þegar ráðist er á hann með orðum.

Eins og áður segir hefur myndbandið sem um ræðir vakið töluverða athygli en Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, gerði til að mynda grín að myndbandinu. Rinkēvičs notaði rússneskan frasa er hann gerði grínið sem hægt er að þýða sem „hvort sem þér líkar þetta eður ei, þá skaltu afbera þetta.“

Samkvæmt umfjöllun New York Post um málið þá er frasinn notaður í tali um nauðganir og á Rinkēvičs að hafa verið að nota hann til að gefa í skyn að Zakharova sé látin segja og gera hluti gegn hennar vilja.

Zakharova var fljót að svara fyrir sig eftir þessi ummæli ráðherrans. „Edgars, fegurð er ekki þín sérgrein. Finndu einn myndarlegan og látu hann afbera þig. Ég er ekki þín,“ sagði Zakharova og gaf svo í skyn að Rinkēvičs væri samkynhneigður.

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða