fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Pressan

Myndband: Rússneskur hermaður varð fyrir handsprengjuárás þegar hann gekk örna sinna – Slapp naumlega og hysjaði upp um sig

pressan
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 07:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af árás á rússneskan hermann þar sem hann er að sinna viðkvæmum erindagjörðum hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Myndbandið, sem horfa má á í spilaranum hér fyrir neðan, sýnir loftmynd af því þar sem rússneskur hermaður situr á hækjum sér og sinnir kalli náttúrunnar. Skyndilega fellur handsprengja af himnum ofan stutt frá hermanninum og springur með miklum hvelli.

Krafturinn af sprengingunni feykir hermanninum um koll og um stund liggur hann hreyfingarlaus á jörðinni. Svo er eins og hann nái áttum og hefst þá handa við að hysja upp um sig buxurnar og virðist blessunarlega ekki hafa sloppið frá hildarleiknum.

Myndbandið gefur glögga mynd af bardagaaðferðum í nútímahernaði en árásin var gerð af litlum dróna sem stýrt er af liðsmönnum úkraínska hersins. Leitað er eftir skotmörkum úr lofti og síðan er handsprengjum sleppt úr drónanum og þess freistað að fella rússneska hermenn eða valda tjóni á tólum og tækjum rússneska innrásarhersins.

Russneskur hermadur

Russneskur hermadur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang

Þetta gerist í líkamanum þegar þú borðar hunang
Pressan
Í gær

Konur í Georgíuríki geta fengið 400.000 króna skattaafslátt við þungun

Konur í Georgíuríki geta fengið 400.000 króna skattaafslátt við þungun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Silfurmávar misstu mikilvæga fæðuuppsprettu og éta því afkvæmi og egg annarra silfurmáva

Silfurmávar misstu mikilvæga fæðuuppsprettu og éta því afkvæmi og egg annarra silfurmáva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Úr Hitlers selt á 150 milljónir – Segja söluna viðbjóðslega

Úr Hitlers selt á 150 milljónir – Segja söluna viðbjóðslega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hörmulegur atburður – Slökkviliðsmenn misstu þunga konu þegar þeir voru að taka hana út um glugga

Hörmulegur atburður – Slökkviliðsmenn misstu þunga konu þegar þeir voru að taka hana út um glugga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefur fengið sig fullsaddan af fjallgöngufólki – Borgið ykkar eigin útför

Hefur fengið sig fullsaddan af fjallgöngufólki – Borgið ykkar eigin útför