fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuáhugafólk, sem leggur leið sína til Katar til að fylgjast með HM í knattspyrnu næsta vetur, á allt að sjö ára fangelsi yfir höfði sér ef það stundar skyndikynni þar í landi og upp um það kemst.

Ladbible skýrir frá þessu og bendir á að það sé skynsamlegt fyrir þá sem ætla til Katar að fylgjast með HM að kynna sér lög og reglur landsins.

Meðal þessara laga er að það er bannað að stunda kynlíf utan hjónabands. Almennt er fólki refsað með eins árs fangelsi fyrir slík brot en samkvæmt því sem Human Dignity Trust segir þá er hægt að dæma fólk í sjö ára fangelsi fyrir slík brot.

Á sama hátt er kynlíf fólks af sama kyni bannað í landinu og svipuð refsing liggur við brotum gegn því ákvæði.

HM hefst 21. nóvember og lýkur 18. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“