fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Pressan

Missti minnið eftir kynlíf með eiginkonunni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. maí 2022 22:00

Mannsheili. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

66 ára karlmaður frá Limerick á Írlandi missti skammtímaminnið eftir að hafa stundað kynlíf með eiginkonu sinni. Minnið hvarf innan 10 mínútna eftir að kynlífinu lauk. Sjö árum áður lenti hann í þessu sama.

Skýrt er frá þessu í the Irish Medical Journal. Læknar hjá taugadeild Limerick háskólasjúkrahússins segja að þetta sanni að fólk geti misst minnið við það að stunda kynlíf.

Maðurinn leitaði á sjúkrahúsið eftir að hafa misst minnið eftir kynlífið og gat þess að hann hefði lent í svipuðu atviki sjö árum áður. Hann mundi ekkert frá síðustu tveimur dögum.

Læknar segja að maðurinn hafi stundað kynlíf með eiginkonu sinni að kvöldi til. Tæpum 10 mínútum eftir að því lauk sá hann gögn í farsíma sínum sem urðu til þess að hann taldi sig hafa gleymt brúðkaupsafmæli þeirra daginn áður. „Hann hafði haldið upp á brúðkaupsafmælið daginn áður með eiginkonu sinni og fjölskyldu. Langtímaminni hans var enn til staðar en hann mundi ekkert eftir hvað hafði gerst um morguninn eða veislunni kvöldið áður,“ segir í skýrslu lækna um málið.

Maðurinn spurði eiginkonu sína og dóttur út í hvað þau hefðu gert um morguninn og kvöldið áður.

Hvað varðar minnisleysið fyrir sjö árum þá átti það sér svipaðan aðdraganda. Maðurinn stundaði kynlíf með eiginkonu sinni og missti minnið innan 10 mínútna eftir að því lauk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa
Pressan
Fyrir 1 viku

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó
Pressan
Fyrir 1 viku

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“