fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Óvæntar vendingar í morðmáli

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 20:30

Moriah Wilson. Mynd:Dartmouth College Athletics

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. maí var Moriah Wilson, bandarísk reiðhjólakona, skotin til bana skömmu áður en hún átti að keppa í Texas. Hún þótti mjög efnileg reiðhjólakona.

Lögreglan hafði lítið að byggja á í málinu í upphafi og vissi ekki af hverju Moriah var skotin en nú hefur henni tekist að leysa það að sögn Fox7. Óhætt er að segja að mjög óvæntar vendingar hafi orðið í málinu sem gerðu lögreglunni kleift að leysa það.

Það var Colin Strickland sem kom lögreglunni á slóð morðingjans sem er unnusta hans. Hann sagði lögreglunni að hann hafi farið út að synda og borða með Moriah daginn sem hún var myrt. Að því loknu ók hann henni heim.

Hann skýrði einnig frá því að unnusta hans hafi verið mjög afbrýðisöm út í Moriah. Ástæðan er að Colin og Moriah voru par í skamman tíma þegar Colin og unnusta hans, sú sem myrti Moriah, gerðu hlé á sambandi sínu eitt sinn en þau hafa verið par í þrjú ár.

Þrátt fyrir að Colin og unnusta hans hafi tekið saman á nýjan leik hélt hann sambandi við Moriah. Hann sagði lögreglunni að hann hefði breytt nafni hennar í símaskránni í símanum sínum og eytt skilaboðum frá henni svo unnusta hans kæmist ekki að því að þau væru enn í sambandi.

En hún komst að þessu og þá fóru málin að þróast mjög til verri vegar.

Fox7 segir að lögreglan hafi fengið þær upplýsingar að unnustan hafi orðið öskureið þegar hún komst að sambandinu og hafi viljað drepa Moriah. Hún hafi því keypt sér 9 mm skammbyssu en Moriah var skotin til bana með slíkri byssu.

Bíll unnustunnar sást nærri heimili Moriah á svipuðum tíma og hún var myrt.

Unnustan hefur ekki náðst en lögreglan leitar hennar nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá