fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Pressan

Nýtt myndband úr hryllingsárásinni í Kongsberg sem skelfdi Íslendinga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. maí 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október í fyrra var framið hrottalegt og óvenjulegt níðingsverk í Kongsberg í Noregi. Óður maður með boga og örvar myrti fimm almenna borgara. Atburðurinn vakti mikinn kvíða á meðal Íslendinga, sérstaklega kvöldið eftir árásina þegar ekki lá ljóst fyrir nákvæmlega hvað hefði gerst, því um 70 Íslendingar búa í Kongsberg og allmargir Íslendingar annars staðar í Noregi.

Engan Íslending sakaði í árásinni en DV ræddi m.a. stuttlega við Aron Þorfinnson, íslenskan verkfræðing, sem hefur búið í áratug í Kongsberg.

DV greindi einnig frá því, dagana eftir árásina að árásarmaðurinn væri hinn 37 ára gamli Espen Andersen Bråthen. Hann er danskur ríkisborgari en býr í Kongsberg.

Núna hefur verið birt myndband af árásarmanninum að athafna sig í verslunarmiðstöð og er óhætt að segja að myndbandið vekur mikinn óhug.

Breski miðillinn The Sun hefur einnig birt margar ljósmyndir frá vettvanginum. Sjá hér

Þess má geta að Bråthen játaði sök í málinu. Hann er talinn hafa verið með 80 örvar á sér og marga hnífa er hann gekk berserksgang um miðborg Kongsberg, en hin látnu, sem voru eins og fyrr segir fimm talsins, dóu öll af stungusárum.

Myndbandið er hér fyrir neðan:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland

Rostungstönn í Kyiv hefur hugsanlega tengsl við Ísland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Krafðist skilnaðar frá eiginkonunni – Ástæðan er ótrúleg

Krafðist skilnaðar frá eiginkonunni – Ástæðan er ótrúleg
Pressan
Fyrir 6 dögum

Apabólan fær nýtt nafn

Apabólan fær nýtt nafn