fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Kaffikorgur er til margra hluta nytsamlegur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. maí 2022 07:30

Kaffikorgur er til margra hluta nytsamlegur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirleitt er kaffikorgi hent í ruslið þegar búið er að hella upp á. En það er eiginlega bara sóun að henda honum því hann er til margra hluta nytsamlegur.

Það er hægt að nota hann í eitt og annað, bæði utanhúss og innanhúss.

Það er til dæmis hægt að búa til sápu úr honum með því að taka nokkrar lófafyllir af kaffikorg og blanda smá olíu saman við eða þar til þér finnst þetta vera orðið jafnt og vel klístrað. Í baðinu finnur þú síðan hvernig húðin verður silkimjúk af þessari blöndu.

Það er mjög gott að nota kaffikorg ef þú færð olíu á hendurnar. Þvoðu þær með vatni og kaffikorgi, olían hverfur og hendurnar verða mjúkar. Það er líka hægt að nota kaffikorg til að fjarlægja lykt af höndum, til dæmis eftir meðhöndlun á fiski eða hvítlauk.

Kaffikorgur er fyrirtaks áburður og því um að gera að setja hann á blómin eða trén í garðinum.

Það er hægt að nota hann til að þrífa eldhúsvaskinn og það er líka gott að setja hann í niðurfallið, hann losar um það sem safnast fyrir þar.

Ef þú glímir við mikla táfýlu í skónum þínum þá er hægt að setja kaffikorg í sokk og setja hann ofan í skóinn yfir nótt. Næsta morgun ætti óþefurinn að mestu að vera horfin.

Ef þú glímir við óþef í ísskápnum er hægt að losna við hann með því að segja smávegis af kaffikorg, um það bil eina matskeið, í ísskápinn. Hann dregur óþefinn í sig.

Kaffikorgur er góður við þrif á pottum og pönnum. Notaðu kaffikorg, smá vatn og svamp til að skrúbba potta og pönnur og árangurinn kemur á óvart. Það er líka hægt að nota þessa aðferð við að þrífa grillið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Í gær

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi