Án þess að segja nokkuð, setti hann tóma krukkuna á borð fyrir framan nemendurna og byrjaði að setja golfkúlur í hana. Þegar ekki var pláss fyrir fleiri kúlur spurði hann nemendurna hvort þeir væru sammála um að krukkan væri orðin full. Því voru þeir sammála.
En þá byrjaði kennarinn að hella möl niður á milli golfkúlnanna. Síðan spurði hann nemendurna hvort þeir teldu að nú væri krukkan orðin full. Það töldu þeir.
Þá dró hann upp sandpoka og hellti úr honum ofan í krukkuna. Að því loknu töldu nemendurnir að krukkan væri orðin full.
Þá tók kennarinn tvo kaffibolla og helti úr þeim í krukkuna þar til öll holrúm voru full. Á meðan hlógu nemendurnir þar til kennarinn tók til máls og sagði:
„Ímyndið ykkur að þessi krukka sýni líf ykkar. Golfkúlurnar eru mikilvægu hlutirnir: fjölskylda, vinir, börn, heilsan og áhugamál. Einfaldir hlutir sem myndu halda áfram að veita þér hamingju þótt allt annað myndi hverfa. Mölin er aðrir mikilvægir hlutir: vinna, hús og bíll. Sandurinn er allt annað.“
Eftir smá pásu bætti hann við:
„Ef þú setur sandinn fyrst í krukkuna þá er ekki pláss fyrir mölina eða golfkúlurnar. Það sama á við um lífið. Ef þú notar allan tímann og orkuna í litla hluti sem skipta litlu máli, þá verður aldrei pláss fyrir það sem skiptir máli. Þess vegna skaltu vera vakandi yfir þeim hlutum sem eru mikilvægir fyrir hamingju þína: að leika við börnin, gæta að heilsunni, bjóða ástvinum út að borða og sinna áhugamálum. Það verður alltaf tími til að þrífa húsið. Settu golfkúlurnar í fyrsta sæti, restin er bara sandur.“
Að þessu loknu spurði einn nemandinn hvað kaffið táknaði. „Það er bara til að sýna að það skiptir engu hversu mikið við virðust þurfa að gera í lífinu, það er alltaf tími til að fá sér kaffibolla með vinum sínum,“ svaraði kennarinn.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband þar sem fjallað er um þennan fallega boðskap.