fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Telur að þessi tegund manna hafi verið nægilega greind til að nota eld

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. desember 2022 11:00

Homo naledi. Mynd:Cicero Moraes (Arc-Team) et alii/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um tíu árum síðar gerðu vísindamenn merka uppgötvun í Rising Star hellunum, sem eru nærri Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Þar fundu þeir sannanir fyrir tilvist áður óþekktrar tegundar manna. Hún fékk nafnið Homo naledi.

Tegundin vakti mikinn áhuga hjá suðurafríska prófessornum og steingervingafræðingnum Lee Berger sem tókst loks að komast inn í hellana í ágúst á síðasta ári. Mjög þröngir gangar liggja að þeim og þurfti Berger að léttast um tuttugu kíló til að komast eftir þessum göngum og inn í hellana.

„Þegar ég komst loksins niður í hellinn, leit ég upp. Ég sá að þakið var alveg svart. Það var einfaldlega brunnið, þakið sóti,“ sagði Bergar í samtali við CBS News.

Hann átti sér þann draum að sjá staðinn þar sem starfsbræður hans fundu leifar af Homo naledi. Tegundin er talin hafa verið uppi fyrir um 230.000 árum.

Eftir að vísindamenn fundu leifar af barni, sem þeir töldu vera í einhverskonar grafhvelfingu, í einum hellinum var Berger gagnrýndur fyrir að segja að líklega hafi Homo naledi komið látnum einstaklingum fyrir í hellum neðanjarðar. Gagnrýnendurnir sögðu að útilokað væri að komast um hellana án þess að nota ljós.

„Þeir töldu að Homo naledi, sem var með mjög lítinn heila, hafi ekki getað notað eld,“ sagði Berger í samtali við CBC News.

Miðað við þau bein, sem fundust, er talið að Homo naledi hafi verið um 150 cm á hæð og um 45 kíló. Heilinn er sagður hafa verið lítill eða um þriðjungur af stærð heila nútímamanna.

Fram að þessu hafa vísindamenn verið sammála um að hæfileikinn til að nota eld, og ekki síst að geta kveikt eld, sé eitthvað sem krefjist stórs heila, heila á stærð við heila Homo sapiens (nútímamannsins).

Sama dag og Berger sá sótið í lofti hellisins fann steingervingafræðingurinn Keneilo Molopyane eldstæði með brunnum trébútum og dýrabeinum. Þetta telja vísindamenn geta bent til að Homo naledi hafi eldað kjöt.

Síðar fundu vísindamenn fleiri eldstæði víða í hellakerfinu.

Berger segir að út frá þessu megi ætla að tegundin hafi ekki aðeins notað eld, heldur einnig kunnað að kveikja eld. Þetta hafi tegundin hugsanlega getað áður en Homo sapiens lærði þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana