fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Höfuðborg í heljargreipum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. desember 2022 20:00

Mikil ólga hefur verið á Haítí síðustu misseri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannrán, morð og nauðganir. Þetta er hluti af hversdagslífinu í Port-au-Prince sem er höfuðborg Haíti.

BBC segir að mannrán séu vaxandi iðnaður í borginni en þar er ástandið vægast sagt slæmt. Sameinuðu þjóðirnar segja að frá áramótum og þar til í júní hafi um 1.000 manns verið myrt í borginni.

Auk morðanna verða borgarbúar að vera á varðbergi gagnvart mannræningjum. Flest mannránin eiga sér stað að morgni til þegar fólk er á leið til vinnu. Mannræningjarnir krefjast síðan lausnargjalds sem er yfirleitt á bilinu frá 200 dollurum og upp í eina milljón dollara.

SÞ segja að á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið tilkynnt um 1.107 mannrán í borginni.

Á hótelinu, sem fréttamenn BBC bjuggu á í borginni, búa starfsmennirnir 50 þar því það er of hættulegt að fara út en hótelið er miðsvæðis.

Gedeon Jean, hjá rannsóknarmiðstöð mannréttindamála á Haítí, sagði að flestir þeir sem rænt er skili sér aftur heilir á húfi ef lausnargjaldið er greitt. En flestir hafi sætt pyntingum og konum og stúlkum sé hópnauðgað. „Stundum hringja mannræningjarnir í fjölskyldur gíslanna svo þær heyri þegar nauðganirnar eiga sér stað,“ sagði hann.

Jovenial Moise, forseti, var skotinn til bana á heimili sínu í júlí á síðasta ári. Enginn hefur tekið við af honum og þing landsins er ekki starfandi. Glæpagengi eru með þinghúsið á sínu valdi.

Tæplega helmingur 11 milljóna íbúa landsins glímir við hungur og segja SÞ að á sumum stöðu í höfuðborginni sé ástandið þannig að telja megi að um hungursneyð sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi