fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Pressan

Þetta varð lögreglustjóranum að falli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 06:02

Hér sýnir O'Connor lögreglumanninum skilríkin sín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er betra að muna að fara á bílnum sínum en ekki golfbílnum þegar maður fer út að versla því golfbílar eru ekki skráðir til aksturs á vegum. Þessu gleymdi Mary O‘Connor, lögreglustjóri, í Tampa í Flórída nýlega.

Hún og eiginmaður hennar fóru að versla og notuðu golfbílinn sinn til ferðarinnar. Á leiðinni stöðvaði lögreglumaður hjá lögreglunni í Pinella County akstur þeirra.  O‘Connor sagði honum hver hún væri og sýndi honum lögregluskilríki sín og sagði: „Ég vona að þú sleppir okkur.“

En þetta féll ekki í góðan jarðveg og á mánudaginn sagði borgarstjórinn í Tampa að O‘Connor hefði brotið siðferðisreglur með því að reyna að nota stöðu sína til að sleppa við sekt. BBC skýrir frá þessu.

Í tilkynningu frá embætti borgarstjóra sagði borgarstjórinn, Jane Castor, hafi farið fram á afsögn O‘Connor sem hafi orðið við þeirri beiðni.

Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins þegar hann stöðvaði akstur hjónanna þegar þau óku á götu í golfbílnum. O‘Connor heyrist spyrja hann hvort það sé kveikt á búkmyndavélinni og játar hann því. Þá segir hún: „Ég er lögreglustjórinn í Tampa.“ Síðan rétti hún honum skilríki sín og fékk síðan að halda för sinni áfram án þess að fá sekt.

O‘Connor hafði gegnt stöðu lögreglustjóra síðan í mars. Hún átti 22 ára feril að baki í lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann