fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Pressan

Þetta varð lögreglustjóranum að falli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 06:02

Hér sýnir O'Connor lögreglumanninum skilríkin sín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er betra að muna að fara á bílnum sínum en ekki golfbílnum þegar maður fer út að versla því golfbílar eru ekki skráðir til aksturs á vegum. Þessu gleymdi Mary O‘Connor, lögreglustjóri, í Tampa í Flórída nýlega.

Hún og eiginmaður hennar fóru að versla og notuðu golfbílinn sinn til ferðarinnar. Á leiðinni stöðvaði lögreglumaður hjá lögreglunni í Pinella County akstur þeirra.  O‘Connor sagði honum hver hún væri og sýndi honum lögregluskilríki sín og sagði: „Ég vona að þú sleppir okkur.“

En þetta féll ekki í góðan jarðveg og á mánudaginn sagði borgarstjórinn í Tampa að O‘Connor hefði brotið siðferðisreglur með því að reyna að nota stöðu sína til að sleppa við sekt. BBC skýrir frá þessu.

Í tilkynningu frá embætti borgarstjóra sagði borgarstjórinn, Jane Castor, hafi farið fram á afsögn O‘Connor sem hafi orðið við þeirri beiðni.

Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins þegar hann stöðvaði akstur hjónanna þegar þau óku á götu í golfbílnum. O‘Connor heyrist spyrja hann hvort það sé kveikt á búkmyndavélinni og játar hann því. Þá segir hún: „Ég er lögreglustjórinn í Tampa.“ Síðan rétti hún honum skilríki sín og fékk síðan að halda för sinni áfram án þess að fá sekt.

O‘Connor hafði gegnt stöðu lögreglustjóra síðan í mars. Hún átti 22 ára feril að baki í lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið