NBC News skýrir frá þessu. Fram kemur að í upphafi hafi drengurinn sagt að hann hafi skotið móður sína fyrir mistök þegar hann var að snúa skammbyssunni um vísifingur sér. Síðan sagðist hafa hafa vakið 26 ára systur sína sem hafi séð að móðir hans var látin og hafi hringt í lögregluna.
Í síðari yfirheyrslu breytti hann frásögn sinni og sagði að móðir hans hafi ekki viljað leyfa honum að kaupa sýndarveruleikabúnað og að hún hafi vakið hann klukkan 6 að morgni en ekki klukkan 5.30 eins og venjulega og það hafi reitt hann til reiði.
Hann náði sér í lykilinn að skotvopnageymslu móður sinnar kvöldið áður en hann skaut hana.
Daginn eftir að hann skaut hana til bana notaði hann greiðslukort hennar til að panta sýndarveruleikabúnaðinn sem málið snerist um.