fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Pressan

Kærastan mín er ólétt en hún veit ekki að ég er ófrjór – Hvað á ég að gera?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 06:57

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður einn er í miklum vanda eftir að unnusta hans sagði honum að hún sé barnshafandi. Ástæðan fyrir vanda mannsins er að hann hefur aldrei sagt henni að hann fór í ófrjósemisaðgerð tveimur árum áður en þau kynntust.

Þetta þýðir auðvitað að hann getur ekki verið faðir barnsins sem unnustan gengur með undir belti.

Maðurinn leitaði því ráða hjá sérfræðingi breska dagblaðsins Daily Star. Hann vildi ekki koma fram undir nafni.

„Ég verð faðir. Eina vandamálið er að ég fór í ófrjósemisaðgerð tveimur árum áður en við kynntumst. Hún hefur augljóslega sofið hjá einhverjum öðrum,“ segir hann í bréfi sínu til blaðsins.

En fréttin af þunguninni er ekki það eina sem bendir til að eitthvað sé að segir hann einnig í bréfinu og segir að á síðustu mánuðum hafi unnustan farið að klæða sig í mun betri föt þegar hún fer til vinnu og hún byrjaði einnig að koma seinna heim.

Hann segist því óttast að hún hafi átt, eða eigi enn, í ástarsambandi við vinnufélaga og að það sé hann sem hafi barnað hana.

„Þetta eru mikil vonbrigði. Ég hélt að hún væri sú rétta. Hversu lengi á ég að láta hana svitna?“ spyr hann í bréfinu.

Sérfræðingur blaðsins er ekki í neinum vafa og segir að þetta sé ekki leikur. Hann verði að segja henni sannleikann strax svo hún geti ákveðið hvað hún geri varðandi þungunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan úr kynsvallinu rýfur þögnina – „Gaurar eru gaurar og þeir stinga typpinu í hvað sem er“

Lögreglukonan úr kynsvallinu rýfur þögnina – „Gaurar eru gaurar og þeir stinga typpinu í hvað sem er“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ástralska kjarnorkumálastofnunin blandar sér í leitina að geislavirku hylki

Ástralska kjarnorkumálastofnunin blandar sér í leitina að geislavirku hylki
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fallegasta myndband dagsins – Sjáðu viðbrögð þessarar 3 ára stúlku

Fallegasta myndband dagsins – Sjáðu viðbrögð þessarar 3 ára stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tólf hlutir sem er hægt að gera til að draga úr líkum á að fá elliglöp

Tólf hlutir sem er hægt að gera til að draga úr líkum á að fá elliglöp
Pressan
Fyrir 6 dögum

Englendingar taka upp skilagjald á plastflöskum

Englendingar taka upp skilagjald á plastflöskum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fundu óvenjulega risaeðlusteingervinga

Fundu óvenjulega risaeðlusteingervinga