fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Grænland – Fundinn sekur um að hafa myrt mann og sundurhlutað líkið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 20:00

Grænlenska lögreglan rannsakar málið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. október á síðasta ári fannst fótleggur af manni í rusli í sorpbrennslustöð á Grænlandi. Svæðinu var strax lokað og lögreglan hófst handa við að fara í gegnum allt ruslið í stöðinni. Nokkrum dögum síðar fannst mannshöfuð.

Fórnarlambið reyndist vera Maassannguaq Dalager, 28 ára.

Tæpri viku eftir að fótleggurinn fannst handtók lögreglan þrjá einstaklinga vegna rannsóknar málsins. Tveimur var fljótlega sleppt en einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann heitir Tittus Hansen og er 28 ára.

KNR segir að í gær hafi hann verið dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi. Það þýðir að dómstóllinn telur hann svo hættulegan umhverfi sínu að hann verður vistaður í fangelsi um óákveðinn tíma.

Hansen neitaði sök þar til í gær en þá játaði hann loks að hafa myrt Dalager og hlutað lík hans í sundur.

Játningin kom eftir að hljóðupptaka var leikin fyrir dómi en á henni heyrist Hansen lýsa morðinu og því sem á eftir fylgdi í smáatriðum fyrir tveimur mönnum.

Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna að engin vafi leiki á að Hansen hafi myrt Dalager og síðan hlutað líkið í sundur. Þetta hafi verið hrottalegt og villimannslegt.

Hansen unir dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf