fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Grænland – Fundinn sekur um að hafa myrt mann og sundurhlutað líkið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 20:00

Lögreglustöðin i Nuuk. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. október á síðasta ári fannst fótleggur af manni í rusli í sorpbrennslustöð á Grænlandi. Svæðinu var strax lokað og lögreglan hófst handa við að fara í gegnum allt ruslið í stöðinni. Nokkrum dögum síðar fannst mannshöfuð.

Fórnarlambið reyndist vera Maassannguaq Dalager, 28 ára.

Tæpri viku eftir að fótleggurinn fannst handtók lögreglan þrjá einstaklinga vegna rannsóknar málsins. Tveimur var fljótlega sleppt en einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann heitir Tittus Hansen og er 28 ára.

KNR segir að í gær hafi hann verið dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi. Það þýðir að dómstóllinn telur hann svo hættulegan umhverfi sínu að hann verður vistaður í fangelsi um óákveðinn tíma.

Hansen neitaði sök þar til í gær en þá játaði hann loks að hafa myrt Dalager og hlutað lík hans í sundur.

Játningin kom eftir að hljóðupptaka var leikin fyrir dómi en á henni heyrist Hansen lýsa morðinu og því sem á eftir fylgdi í smáatriðum fyrir tveimur mönnum.

Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna að engin vafi leiki á að Hansen hafi myrt Dalager og síðan hlutað líkið í sundur. Þetta hafi verið hrottalegt og villimannslegt.

Hansen unir dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta